fbpx
Föstudagur 22.febrúar 2019
Fréttir

Greiða allt að 13 milljónir án útboðs fyrir vinnu við úttekt á stjórnsýslu Árborgar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. október 2018 05:30

Frá Árborg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarráð Árborgar hefur samþykkt samning við Harald Líndal Haraldsson, fyrrum bæjarstjóra í Hafnarfirði, um að gera úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitarfélagsins. Kostnaðurinn getur orðið allt að 13 milljónir. Vinnunni á að vera lokið í síðasta lagi um miðjan desember.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að ekki hafi náðst samstaða um málið í bæjarráði, meirihlutinn hafi samþykkt samninginn en fulltrúi Sjálfstæðisflokksins hafi verið á móti. Samkvæmt samningnum geta allt að 550 klukkustundir farið í úttektina. Haraldur tekur 19.000 krónur á klukkustund fyrir vinnu sína auk virðisaukaskatts. Kostnaðurinn getur því farið upp í 13 milljónir, auk þess fær hann aksturskostnað endurgreiddan.

Fréttablaðið segir að útboðsskylda stofnist hjá sveitarfélögum þegar kostnaðurinn er 15,5 milljónir, án virðisaukaskatts, en sé kostnaðurinn undir þeirri upphæð beri sveitarfélögum engu síður að viðhafa samkeppni, til dæmis með því að spyrjast fyrir um verð hjá helstu aðilum sem veita þá þjónustu sem á að kaupa. Fréttablaðið hefur eftir Eggert Val Guðmundssyni, oddvita bæjarráðs, að hvorki hafi verið gerð verðkönnun eða tilboða leitað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Jói B. bálreiður út í Strætó: „EKKI í lagi að henda 11 ára gömlu barni út úr vagni“

Jói B. bálreiður út í Strætó: „EKKI í lagi að henda 11 ára gömlu barni út úr vagni“
Fréttir
Í gær

Snorri var vitni að hrottalegri árás á konu í hádeginu: „Henti henni inn í runna og stappaði á henni þar“

Snorri var vitni að hrottalegri árás á konu í hádeginu: „Henti henni inn í runna og stappaði á henni þar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona dæmd fyrir að hrækja framan í lögreglumann á 17. júní

Kona dæmd fyrir að hrækja framan í lögreglumann á 17. júní
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælastaða þegar Nara verður fangelsuð: Beit í sundur tungu eiginmannsins og réðst á vinkonu

Mótmælastaða þegar Nara verður fangelsuð: Beit í sundur tungu eiginmannsins og réðst á vinkonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir heilsugæsluna ekki nútímafólki bjóðandi

Segir heilsugæsluna ekki nútímafólki bjóðandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undir áhrifum fíkniefna með börn í bílnum – Ökumaður í vímu með þungaða unglingsstúlku í bílnum

Undir áhrifum fíkniefna með börn í bílnum – Ökumaður í vímu með þungaða unglingsstúlku í bílnum