fbpx
Laugardagur 15.desember 2018

DV - Frjáls og óháður miðill

Kaffistofan

PR-vandi

Fréttir

Stytta Einars Jónssonar skemmd: Dregin út í á og höfuðið hoggið af

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. október 2018 11:38

Bronsstytta myndhöggvarans Einars Jónssonar af Þorfinni Karlsefni, sem staðið hefur við Schuylkill-ána í Philadephiu í Bandaríkjunum í tæpa öld, var skemmd á dögunum. Höfuðið var hoggið af og þá var styttunni velt út í ána.

Styttan sem um ræðir er stór og þung, 2,23 metrar og líklega hátt í tonn að þyngd, en skemmdarverkið átti sér stað í gærkvöldi að því er virðist. Ekki liggur fyrir hver skemmdi styttuna en kúbein fannst á vettvangi.

Í frétt NBC kemur fram að fjöldi vegfarenda hafi safnast saman á svæðinu þegar styttan var hífð upp úr ánni. Vegfarendur sem NBC ræddi við furðuðu sig á skemmdarverkinu. Í fréttinni kemur fram að styttan verði löguð og henni komið fyrir á sínum stað að viðgerð lokinni sem gæti orðið nokkuð kostnaðarsöm.

Styttan af Þorfinni var smíðuð árið 1918 og henni komið fyrir í Philadelphiu árið 1920. Þorfinnur karlsefni var íslenskur landkönnuður sem sagður er hafa numið land á Vínlandi. Heimildir um Þorfinn má meðal annars finna í Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða. Þorfinnur og kona hans, Guðríður Þorbjarnardóttir, eru sögð hafa eignast son sinn Snorra Þorfinnsson vestan hafs og var hann talinn fyrsta hvíta barnið sem fæddist í Ameríku.

Einar Jónsson var brautryðjandi á sínu sviði á Íslandi og eru mörg verka hans til sýnis í Listasafni Einars Jónssonar. Einar var fæddur árið 1874 en hann lést árið 1954.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Leigusalinn vill bera Jóhann út: Jóhann flúinn til Danmerkur

Leigusalinn vill bera Jóhann út: Jóhann flúinn til Danmerkur
Fréttir
Í gær

Samtök íþróttafréttamanna harma hegðun Hjartar – Biðjast afsökunar hálfu ári síðar

Samtök íþróttafréttamanna harma hegðun Hjartar – Biðjast afsökunar hálfu ári síðar
Fréttir
Í gær

Sonur Herberts er týndur í heimi fíkniefnanna – „Er búinn undir það versta“

Sonur Herberts er týndur í heimi fíkniefnanna – „Er búinn undir það versta“
Fréttir
Í gær

Ráðherra með þvagleggjamálið á sínu borði

Ráðherra með þvagleggjamálið á sínu borði