fbpx
Fréttir

Braggablús Reykjavíkurborgar – Vilja ekki óháða rannsókn á málinu – Er verið að svæfa málið?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. október 2018 06:29

Bragginn rándýri. Ljósmynd: DV/Hanna

Á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi var tillögu Vigdísar Hauksdóttur, Miðflokknum, um óháða rannsókn á útgjöldum við braggann dýra í Nauthólsvík hafnað án atkvæðagreiðslu. Meirihlutinn lagði þess í stað til að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar skoðaði málið og var sú tillaga samþykkt með 12 atkvæðum gegn 10.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Eins og kunnugt er stendur braggi einn í Nauthólsvík sem borgin ákvað að láta gera upp. Áætlað var að kostnaðurinn við það yrði um 157 milljónir en hann er nú þegar kominn vel yfir 400 milljónir og verkinu er ekki enn lokið miðað við myndir sem Vigdís Hauksdóttir tók nýlega og Eyjan birti.

Vigdís lagði til á borgarstjórnarfundinum að óháðir aðilar myndu rannsaka hverjir hefðu haft umsjón með verkinu, hverjir hafi skrifað upp á reikninga og hverjir hafi veitt heimild fyrir að farið væri svo langt fram úr kostnaðaráætlun. Nú þegar er búið að greiða rúmlega 129 milljónir fyrir smíðavinnu, 21 milljón fyrir frágang lóðar, 36 milljónir fyrir múrvek, 28 milljónir fyrir vinnu arkitekta og 30 milljónir vegna niðurrifs.

Morgunblaðið hefur eftir Vigdísi að með því að senda málið til innri endurskoðunar sé verið að ýta því undir pilsfaldinn. Hún bendir á að innri endurskoðandi sitji fundi borgarstjórnar og hefði því getað hafið rannsókn þegar viðvörunarbjöllur voru farnar að glymja.

„Hann er armslengd frá borgarráði og borgarstjóra. Þetta er bara þessi þöggun og það er verið að grafa niður mál.“

Hefur Morgunblaðið eftir Vigdísi sem segir málið alvarlegt enda stefni í að heildarkostnaðurinn við braggann verði allt að hálfur milljarður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sprunga í framrúðu vélar Icelandair á leið frá Orlando: „Þetta var ógnvekjandi – Flugmaðurinn var frábær í alvöru talað“

Sprunga í framrúðu vélar Icelandair á leið frá Orlando: „Þetta var ógnvekjandi – Flugmaðurinn var frábær í alvöru talað“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglubíll ók utan í bíl við Bolöldu eftir eftirför

Lögreglubíll ók utan í bíl við Bolöldu eftir eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólageitin er mætt fyrir framan IKEA

Jólageitin er mætt fyrir framan IKEA
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forseti Skáksambands Íslands ósáttur við að útitaflið sé horfið – „Enginn hefur borið þetta undir Skáksambandið“

Forseti Skáksambands Íslands ósáttur við að útitaflið sé horfið – „Enginn hefur borið þetta undir Skáksambandið“