Fréttir

Konan sem lést á Akureyri: Húsleit hjá hinum grunaða – var með muni í eigu konunnar í sinni vörslu

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 23. október 2018 16:56

Líkt og DV greindi frá fyrr í dag er maðurinn sem hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna andláts ungrar konur á Akureyri meðal annars grunaður um að hafa ekki komið henni til aðstoðar.

Lögreglan hefur unnið að rannsókn málsins frá því um helgina. Lögreglan naut aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við vettvangsrannsókn og er henni lokið. Karlmaður situr enn í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar þessa máls og var tekin skýrsla af honum í gær. Frekari skýrslutökur eru fyrirhugaðar.

Við handtöku mannsins fundust munir sem hann hafði í vörslum sínum en tilheyrðu hinni látnu. Í dag fór fram húsleit á dvalarstað mannsins með hans samþykki. Þar var lagt hald á síma og tölvubúnað sem tekinn verður til rannsóknar. Maðurinn og konan þekktust og höfðu verið í samskiptum kvöldið áður. Réttarkrufning hefur farið fram á hinni látnu og niðurstöðu hennar er beðið.
Lögregla mun ekki veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Handteknir vegna ráns
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón vill að líkum Kristins og Þorsteins verði komið heim: „Ég var þeirra ferðafélagi og átti að vera í þessu“

Jón vill að líkum Kristins og Þorsteins verði komið heim: „Ég var þeirra ferðafélagi og átti að vera í þessu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Búið að opna Sæbraut

Búið að opna Sæbraut