fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Íslenskar konur segja hryllingssögur af Tinder: „Ég var hrein þegar ég byrjaði að tala við hann“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 23. október 2018 13:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýverið stofnuðu íslenskar konur Facebook-hóp þar sem þær segja frá slæmri reynslu af stefnumótaforritinu Tinder. Þrátt fyrir að hópurinn sé nýstofnaður og telji einungis um 400 manns þá eru þar nú þegar sláandi frásagnir af hegðun karlmanna á Tinder.

Nína Eck, stofnandi hópsins, segir í samtali við DV að það sé raunar ótrúlegt hve margar konur sem hafi sótt um aðgang að hópnum hafi slæma reynslu af Tinder. „Það er án djóks scary hvað það er hátt hlutfall þeirra sem sækja um inngöngu og segja ástæðuna vera að þær hafa slæma reynslu af appinu,“ segir Nína. Hún hefur gefið DV góðfúslegt leyfi til að birta nokkrar nafnlausar frásagnir sem hafa verið birtar innan hópsins.

Ógeðsleg skilaboð

Auk þess að birta nafnlausar frásagnir innan hópsins þá er þar vakin athygli á bæði dæmdum barnaníðingi sem notar Tinder sem og gervimönnum, það er að segja mönnum sem nota myndir úr myndabönkum og þannig villa á sér heimildir. Ofan á það eru birt skjáskot af mönnum sem láta vægast sagt ógeðfelld orð falla í samtölum á Tinder. „Game í að ég stingi kjöt prikinu mínu inní yógúrt hellinn þinn?,“ eru fyrstu skilaboð sem einn karlmaður sendir á konu. Annar karlmaður grobbar sig af því að hann sé með stórt typpi við konu sem hann er að tala við á Tinder. Það gerir hann með því að segja frá því að dóttir hans á barnsaldri hafi sagt hann vera með stórt typpi í búningsklefa sundlaugar.

Óviðeigandi verkefnastjóri

Ein sagan fjallar um karlmann á þrítugsaldri sem segist á Tinder starfa sem verkefnastjóri við Háskóla Íslands, en innan hópsins er birt skjáskot af aðgangi hans. „Bauð þessum heim til mín í mynd eftir að hafa spjallað í smá tíma. Gekk vel og náðum að spjalla slatta. Þegar klukkan var orðin margt sagðist hann þurfa að fara bráðum þar sem hann þurfti að mæta í vinnu snemma. For síðan að káfa á mér og var mjög tregur með það að ég sagði nei. Bað mig um að sjúga sig. Ég sagði nei og hló. Hélt hann væri að djóka. Bað mig um að amk snerta á honum typpið, ég sagði nei. Spurði síðan hvort ég vildi ekki sjá hann, ég sagði nei. Hélt áfram að ýta þar til ég þurfti að henda honum út. Mjög óviðeigandi,“ segir í nafnlausu sögunni.

„Reyndi og reyndi að láta hann stoppa“

Önnur nafnlaus saga er frá stúlku á átjánda ári en fyrsta upplifun hennar af kynlífi var af 22 ára manni sem braut á henni eftir að þau kynntust á Tinder. Stúlkan lýsir upplifun sinni svo: „Hann tók því bara aldrei þegar ég sagði nei, ég var hrein þegar ég byrjaði að tala við hann og vildi ekki meira með honum, hann hélt alltaf áfram að ýta og ýta sama hversu oft ég sagði nei þar til sjálfstraustið var orðið það lítið að ég sagði já til að losna við þetta. Síðan þegar við vorum að þá var hann að meiða mig og ganga of langt með hluti sem ég vildi ekki gera, ég vildi hætta en hann hlustaði ekki og hélt áfram að þú veist gera sitt. Það er alveg meira í sögunni en stærsta atriðið var þegar hann hélt áfram að ríða þó ég vildi stoppa og ég reyndi og reyndi að láta hann stoppa en hann hlustaði ekki… Sorry þetta er kannski ekki stórmál en mér finnst samt erfitt að segja frá..“

Hér má finna hópinn en rétt er að taka fram að einungis konur eru leyfðar. Nína hvetur sem flestar konur sem hafa slæma reynslu af Tinder en treysta sér ekki til að segja frá þeim opinberlega að senda sér sögurnar og þær geti þá verið birtar nafnlaust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni