Fréttir

17 ára piltur á von á 240 þúsund króna sekt

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. október 2018 11:02

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum kært ellefu ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var sautján ára piltur og mældist bifreið hans á 161 kílómetra hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund.

Að sögn lögreglu þarf pilturinn að greiða 240 þúsund króna fjársekt og sæta sviptingu ökuleyfis í þrjá mánuði, auk þriggja refsipunkta í ökuferilsskrá. Í ljósi ungs aldurs hans hafði lögregla samband við aðstandendur hans.

„Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum bifreiðum vegna vanrækstu eigenda varðandi skoðunar – og tryggingarmál og einn ökumaður var tekinn úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur,“ segir í skeyti lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Óttast aukna heróínneyslu á Íslandi: „Í raun verið að búa til þennan grunn“

Óttast aukna heróínneyslu á Íslandi: „Í raun verið að búa til þennan grunn“
Fréttir
Í gær

Með sterkari tilfinningu fyrir gosi í Kötlu en áður – Dýpri skjálftar og meiri jökulfýla

Með sterkari tilfinningu fyrir gosi í Kötlu en áður – Dýpri skjálftar og meiri jökulfýla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Segðu yfirmanninum þínum frá“ – Hljóðupptaka bendir til þess að krónprinsinn hafi fyrirskiptað morðið

„Segðu yfirmanninum þínum frá“ – Hljóðupptaka bendir til þess að krónprinsinn hafi fyrirskiptað morðið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Össur og Linda fá 4 milljónir – Handtekin af sérsveitinni fyrir framan börnin

Össur og Linda fá 4 milljónir – Handtekin af sérsveitinni fyrir framan börnin