Fréttir

Theódór Helgi missti bílprófið vegna þess að hann vildi ekki að lögreglumaður horfði á sig pissa: „Ógeðslegasta sem ég veit um“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 22. október 2018 21:35

Theódór Helgi Helgason var handtekinn af lögreglunni þann 16.júní síðastliðnum grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, hann harðneitaði að gefa lögreglunni þvagsýni og vildi þess í stað gefa blóðsýni. Hann gerði það og sleppti því að setjast undir stýri í tvo mánuði á meðan hann beið eftir niðurstöðum rannsóknarinnar. Hann fékk svo bréf frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum um að engin efni hefðu mælst í blóðinu og að hann yrði ekki kærður. Í október var Theódór svo aftur stöðvaður af lögreglunni, komst hann þá að því að hann væri próflaus í heilt ár vegna þess að hann neitaði að gefa þvagsýni. Þarf hann að greiða háa sekt. Mbl greindi fyrst frá þessu.

Ég er bú­inn að lenda í svona þvag­pruf­um áður. Það er ástæða fyr­ir því að ég steig niður löpp­inni og sagði „hingað og ekki lengra“. Ég nenni ekki að vera í skjálf­tak­asti í hvert skipti sem ég sé lög­regl­una koma og stoppa mig. Það að standa fyr­ir fram­an lög­reglu­mann­inn á meðan hann horf­ir á kyn­fær­in á þér meðan þú ert að míga er það ógeðsleg­asta sem ég veit um,“ segir Theódór. Hann segir að hann hafi boðist til þess að gefa munnvatnssýni en lögreglan sagðist ekki eiga réttu tækin til þess.

Í svari við fyrirspurn DV vegna málsins segir Embætti ríkissaksóknara að ef ökumaður neitar að veita aðstoð við rann­sókn máls skal hann svipt­ur öku­rétti í að minnsta kosti eitt ár. Vísaði embættið einnig í 47. grein lag­anna þar sem fram kem­ur að lög­regl­an geti fært öku­mann til rann­sókn­ar á önd­un­ar-, svita- og munn­vatns­sýni eða til blóð- og þvagrann­sókn­ar ef ástæða er til að ætla að hann hafi brotið lög um akst­ur und­ir áhrif­um. Theódór segir að ákvæðunum sé aðeins beitt í embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum, en Embætti ríkissaksóknara segir að lögunum eigi að vera beitt með sama hætti í öllum lögregluumdæmum. Theódór er með hreint sakavottorð en þarf að greiða 125 þúsund króna sekt fyrir að keyra próflaus. „Ég er ekki bú­inn að fá neitt bréf um það frá lög­reglu­stjór­an­um eða sýslu­manni að ég sé próf­laus í ár. Ég bara hélt að þeim myndi ekki detta í hug að gera svona lagað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Segðu yfirmanninum þínum frá“ – Hljóðupptaka bendir til þess að krónprinsinn hafi fyrirskiptað morðið

„Segðu yfirmanninum þínum frá“ – Hljóðupptaka bendir til þess að krónprinsinn hafi fyrirskiptað morðið
Fréttir
Í gær

Össur og Linda fá 4 milljónir – Handtekin af sérsveitinni fyrir framan börnin

Össur og Linda fá 4 milljónir – Handtekin af sérsveitinni fyrir framan börnin
Fréttir
Í gær

Búið að opna Sæbraut

Búið að opna Sæbraut
Fréttir
Í gær

Einn af fimm tíundubekkingum á Íslandi veipar – Læknar vilja stöðva sölu án tafar

Einn af fimm tíundubekkingum á Íslandi veipar – Læknar vilja stöðva sölu án tafar
Fyrir 3 dögum

Hinar mörgu gildrur sem bíða ferðamanna í Dúbaí og á leiðinni þangað

Hinar mörgu gildrur sem bíða ferðamanna í Dúbaí og á leiðinni þangað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn furða sig á lögreglunámi við HA: Saga mannsandans og fleiri áfangar vekja spurningar

Lögreglumenn furða sig á lögreglunámi við HA: Saga mannsandans og fleiri áfangar vekja spurningar