Fréttir

Hörður fær stuðning úr óvæntri átt: „Ekkert sem staðfestir að hann stýrist beint af einhverjum „húsbónda““

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. október 2018 14:05

Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fær stuðning úr nokkuð óvæntri átt í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hjólaði í hann fyrir leiðara sem birtist á föstudaginn. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, fjölmiðils sem er af mörgum talinn mjög vinstrisinnaður, gagnrýnir Sólveigu Önnu harðlega og segir að málflutningur hennar geti verið hættulegur.

Sjá einnig: Sólveig húðskammar ritstjóra Markaðarins: „Hörður bókstaflega gengur af göflunum“ – „Grenjaði minna“ þegar hún fjórbraut á sér öxlina

Jón Trausti segir að þó Sólveig Anna hafi að mörgu leyti góðan málstað þá sé ekki gott að ráðast svo á blaðamann. „Stéttarfélögin hafa góðan málstað eftir stórtækar launahækkanir ráðamanna og forstjóra, stöðugar húsnæðisverðhækkanir, minnkandi bótagreiðslur og vegna ömurlegrar stöðu lágtekjufólks og þeirrar staðreyndar að Íslendingar vinna að meðaltali mun meira en helstu samanburðarþjóðir. En það að kalla blaðamann „óvin vinnandi stétta“, að segja að honum hafi verið „sigað á [okkur] af húsbónda sínum“ og lýsa honum sem „holum manni“, vegna harðra skoðanaskrifa hans um samningskröfur stéttarfélaga, er tilraun til að vega að mennsku hans og trúverðugleika,“ segir Jón Trausti.

Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar.

Hann bætir við að ekkert bendi til þess að Hörður sé leppur einhvers. „Hvað sem fólki finnst um skrif Harðar Ægissonar, ritstjóra Markaðarins, er ekkert sem staðfestir að hann sé „handbendi“ eða stýrist beint af einhverjum „húsbónda“. Hann kann að hafa sínar skoðanir og hans skoðunum getum við verið ósammála. Það er munur á því að hafa skoðun eða vera beinlínis í duldum hagsmunaárekstri. Þess fyrir utan hefur Hörður augljóslega gert margt gott og mikilvægt í blaðamennsku, til dæmis afhjúpað svívirðilegar bónusgreiðslur. Í síðasta góðæri vorum við með ritstjóra Markaðarins sem hafði þegið hundruð milljóna króna í kúlulánum til að kaupa í Kaupþingi og Exista, með veði í bréfunum, og skrifaði svo viðtal við bankastjórann um ósanngjarnar árásir á bankann,“ segir Jón Trausti.

Hann segir að það geti verið hættulegt að afmennska menn, líkt og hann telur Sólveigu Önnu hafa gert. „Ég veit ekki til þess að neinn hafi sýnt fram á að Hörður sé í hagsmunaárekstri. Við þurfum að gera greinarmun á því að fólk sé í hagsmunaárekstri og því að það hafi skoðanir sem stangast á við okkar, eða okkur þyki það vega ómaklega að okkur. Og í því tilfelli er tilvalið að svara viðkomandi efnislega, ráðast á rökin og sannreyna fullyrðingar, frekar en að reyna að koma á stigmagnandi og pólaríserandi umræðutaktík skotgrafanna, þar sem aðrir eru einfaldlega „óvinir“ eða „handbendi“. Ef við innleiðum almennt orðræðutaktík með „ad hominem“ árásir á meinta andstæðinga – fólk af annarri skoðun – sem er nánast afmennskað, „holir menn“ – getur samfélagslegi skaðinn orðið á dýpri skala en efnahagslegt verðbólguskot,“ segir Jón Trausti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Segðu yfirmanninum þínum frá“ – Hljóðupptaka bendir til þess að krónprinsinn hafi fyrirskiptað morðið

„Segðu yfirmanninum þínum frá“ – Hljóðupptaka bendir til þess að krónprinsinn hafi fyrirskiptað morðið
Fréttir
Í gær

Össur og Linda fá 4 milljónir – Handtekin af sérsveitinni fyrir framan börnin

Össur og Linda fá 4 milljónir – Handtekin af sérsveitinni fyrir framan börnin
Fréttir
Í gær

Búið að opna Sæbraut

Búið að opna Sæbraut
Fréttir
Í gær

Einn af fimm tíundubekkingum á Íslandi veipar – Læknar vilja stöðva sölu án tafar

Einn af fimm tíundubekkingum á Íslandi veipar – Læknar vilja stöðva sölu án tafar
Fyrir 3 dögum

Hinar mörgu gildrur sem bíða ferðamanna í Dúbaí og á leiðinni þangað

Hinar mörgu gildrur sem bíða ferðamanna í Dúbaí og á leiðinni þangað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn furða sig á lögreglunámi við HA: Saga mannsandans og fleiri áfangar vekja spurningar

Lögreglumenn furða sig á lögreglunámi við HA: Saga mannsandans og fleiri áfangar vekja spurningar