fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

„Hennar yfirvegaða hlýja og djúpi skilningur hjálpaði mér mikið“

Auður Ösp
Mánudaginn 22. október 2018 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nærvera hennar var hlý og yfirvegun, einlægni og húmor einkenndi allan hennar boðskap,“ segir Hildur Sverrisdóttir vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og aðstoð­ar­kona Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra. Í einlægum pistli á facebook rifjar Hildur upp kynni sín af Kristínu Gerði Guðmundsdóttur en eins og áður hefur komið framþá var söguþráður kvikmyndarinnar Lof mér að falla að hluta til byggður á dagbókarskrifum Kristínar. Kristín Gerður svipti sig lífi 31 árs gömul en hún ánetjaðist fíkniefnum á unglingsárum og var þvinguð í vændi.

Kristín Gerður hafði verið edrú í sex ár þegar hún gafst upp og tók eigið líf. Afleiðingarnar af hinu hrottalega ofbeldi sem hún varð fyrir höfðu gríðarleg áhrif og hún jafnaði sig aldrei. Sigursteinn Másson fréttamaður ræddi sögu Kristínar Gerðu í heimildarmyndinni Lof mér að lifa sem sýnd var á RÚV fyrr í mánuðinum.

„Ég er reiður enn þann dag í dag að tækifærin til hamingju hafi verið tekin af henni af mönnum sem notfærðu sér hana til stundargamans. Sem að níddust á henni, jafnvel menn sem eru í góðum stöðum í dag, háttsettir í þjóðfélaginu.

Þeir keyptu hana á þeim grundvelli að hún var eins og barn. Og þeir keyptu hana sem barn.“

Þráði að lifa venjulegu lífi

Hildur Sverrisdóttir bendir á í ofangreindri færslu sinni að það séu kanski ekki allir sem viti það að eftir að Kristín Gerður varð edrú vann hún ötullega að því að reyna að forða öðrum frá því að verða eiturlyfjum að bráð.

Hildur Sverrisdóttir

„Það var í því verkefni sem við kynntumst, þegar við ferðuðumst saman um landið á vegum Jafningjafræðslunnar meðan ég starfaði sem framvæmdastjóri hennar og hún sagði sögu sína í framhaldsskólum. Hún gerði það afskaplega vel. Nærvera hennar var hlý og yfirvegun, einlægni og húmor einkenndi allan hennar boðskap. Það eina sem hún færðist undan að svara var þegar hún var spurð af nemendunum hvernig hún hefði fjármagnað neyslu sína. Þeim anga lífs hennar gerði hún skil á annan hátt og undir nafnleynd.“

Hildur segir einstaka vináttu hafa myndast með þeim stöllum, þrátt fyrir að þær væru á ólíkum aldri og með mjög ólíkan bakgrunn.

„Hún bjó rétt hjá mér í Þingholtunum þar sem hún reykti hverja sígarettuna á eftir annarri, maulaði risaópal með og við spjölluðum um hræðsluna við gömul öfl, ónotin þegar hún mætti fyrrum kúnna á Laugaveginum og stanslausa baráttuna við að draga andann í nýju lífi með erfiða reynslu og skuldahala á bakinu. Á þessum tíma var pabbi minn að glíma við veikindi og lést. Hennar yfirvegaða hlýja og djúpi skilningur á hvað það er sem skiptir mestu máli í þessum heimi hjálpaði mér þá mjög mikið.

Söguþráður Lof mér að falla er að hluta byggður á dagbókarskrifum Kristínar Gerðu

Ég hef oft hugsað til þess hvað hún gat gefið öllum mikið af sér þrátt fyrir að vera að glíma við djöfla sem ég mun aldrei skilja til fulls. Þetta var þó ekki alltaf svona dramatískt hjá okkur. Kristín tók það mjög alvarlega að vilja lifa venjulegu lífi og við eyddum líka talsverðum tíma í að reyna að leysa dulkóðaðar skeytasendingar aðilans sem hún var í ástarsambandi við og gátuna um það hvort maður geti átt of margar kisur, sem hún var mjög efins um.“

Uppi hafa verið hugmyndir um að sýna grunnskólanemendum Lof mér að falla í forvarnarskyni, en sitt sýnist þó hverjum. Hildur segist ekki fullyrt hvað Kristín Gerður sjálf hefði viljað, væri hún á lífi í dag.

Kristín Gerður Guðmundsdóttir.

„Mig langar einfaldlega að koma því á framfæri að í þann tíma sem hún var edrú reyndi hún af mikilli einlægni og elju að forða öðrum frá sínum örlögum, þann stutta tíma sem hún fékk þar til það varð henni að lokum of erfitt að draga andann.

Það var vont að sitja í bíósalnum og rifja upp sorglega neyslusögu Kristínar. En ég mun alltaf minnast hennar sem þeirrar vitru og vænu vinkonu minnar sem reyndi að gera sitt til að hjálpa öðrum og sendi þéttskrifuð kærleiksjólakort með mynd af kisunum sínum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala