Fréttir

Flugdólgur áreitti Ómar í sex klukkutíma: „Djöfuls merkikerti ertu! Hvað heldurðu að þú sért?“ 

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 22. október 2018 10:18

„Það er ekkert grín að fást við svona í sex klukkustunda flugferð yfir úthafi langt frá landi,“ segir fjölmiðlamaðurinn Ómar Ragnarsson. Ómar rifjar upp leiðinlegt atvik sem hann lenti í á leiðinni frá Kanaríeyjum til Íslands þegar flugdólgur gerði honum lífi leitt.

Atvik í vél Ryanair

Ómar segir frá þessu á bloggsíðu sinni en tilefnið er atvik sem átti sér í flugvél Ryanair-flugfélagsins. Þar var vægast sagt dónalegur maður um borð sem sýndi af sér kynþáttahatur. Mbl.is fjallaði meðal annars um málið en á myndbandi sem tekið var í vélinni sést hann kalla konu „ljótan svartan bastarð“. Var Ryanair gagnrýnt eftir birtingu myndbandsins fyrir að vísa manninum ekki frá borði.

Svo virðist vera sem deilurnar hafi sprottið upp eftir að konan var ekki nógu fljót að færa sig svo maðurinn kæmist í sitt sæti við gluggann. Dóttir konunnar sagði manninum að móðir hennar væri fötluð en það skipti manninn litlu máli. „Mér er sama hvort hún er fjandans fötluð eða ekki.“

Ölvaður farþegi jós yfir hann svívirðingum

Ómar segir á bloggsíðu sinni að þetta sé því miður ekkert einsdæmi og líka til meðal okkar Íslendinga.

„Meira að segja má sjá núna á íslenska blogginu að ekkert hafi verið út á framkomu mannsins að setja, hann hafi bara verið að segja sannleikann um „heimsku beljuna“ og „svarta ljóta bastarðinn.“ Og hver manneskja verði að sætta sig við það að sagður sé sannleikurinn um hana. Engin ástæða sé til að gera neitt veður út af svona löguðu, þetta sé ekki frétt,“ segir Ómar áður en hann rifjar upp söguna um flugdólginn sem gerði honum lífið leitt.

„Ég lenti einu sinni í því á leið frá Kararíeyjum til Íslands í leiguþotu með öðrum Íslendingum, að fljótlega eftir að komist var í flughæð, ruddist ölvaður farþegi að okkur hjónunum og konu sem sat okkur við hlið, og byrjaði að ausa yfir mig svívirðingum.“

Ómar segir að maðurinn hafi ekki linnt látunum. Eðli málsins samkvæmt hafi farþegar í öðrum sætum farið að kvarta við flugfreyjurnar þegar lengra leið á flugið yfir því að ekki væri hægt að fá frið frá manninum.

„Þær komu til okkar og báðu hann um að fara í sæti sitt, en við það færðist hann allur í aukana og svo fór, þegar flugliðarnir gátu engu tauti við hann komið, að ég bauðst til að reyna að leysa málið með því að standa upp og fara fram á klósett. Það er ekkert grín að fást við svona í sex klukkustunda flugferð yfir úthafi langt frá landi.“

„Slefandi og lítt geðslegur“

Hafi Ómar haldið að með þessu tækist honum að losna við manninn skjátlaðist honum hrapallega. „Hann elti mig fram eftir vélinni, þannig að þegar ég kom út af náðhúsinu, sá ég mér þann kost vænstan að setjast í autt sæti allra fremst í vélinni, langt frá fyrri stað, þar sem ekki voru eins margir nálægt mér.“

Ómar segir að þeir sem þarna höfðu setið hafi reynt að færa sig fjær. Það hafi þýtt það eitt að maðurinn ruddi honum yfir í næsta sæti og hlammaði sér sjálfur niður við hlið Ómars, „slefandi og lítt geðslegur“ eins og Ómar orðar það.

„Augljóst var að þarna, yfir miðju Atlantshafinu, væri ekkert hægt að gera nema að reyna að koma því þannig fyrir að maðurinn eyðilegði ekki flugferðina nema fyrir sem fæstum. Þetta varð til þess að það sem eftir var ferðarinnar varð ég að dúsa þarna og biðja hann um að hafa lægra, en við slíkar bónir hertist hann bara upp og mokaði út úr sér óhroðanum: „Djöfuls merkikerti ertu! Hvað heldurðu að þú sért?  Að líta niður á fólk og vilja ekki tala við það, auminginn þinn!“ O. s. frv. o. s. frv..

Ómar segir að úthald mannsins hafi verið ótrúlegt. „Hann hafði það af sem hann hafði greinilega ætlað sér í upphafi ferðarinnar, að eyðileggja allar sex klukkustundirnar heim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Segðu yfirmanninum þínum frá“ – Hljóðupptaka bendir til þess að krónprinsinn hafi fyrirskiptað morðið

„Segðu yfirmanninum þínum frá“ – Hljóðupptaka bendir til þess að krónprinsinn hafi fyrirskiptað morðið
Fréttir
Í gær

Össur og Linda fá 4 milljónir – Handtekin af sérsveitinni fyrir framan börnin

Össur og Linda fá 4 milljónir – Handtekin af sérsveitinni fyrir framan börnin
Fréttir
Í gær

Búið að opna Sæbraut

Búið að opna Sæbraut
Fréttir
Í gær

Einn af fimm tíundubekkingum á Íslandi veipar – Læknar vilja stöðva sölu án tafar

Einn af fimm tíundubekkingum á Íslandi veipar – Læknar vilja stöðva sölu án tafar
Fyrir 3 dögum

Hinar mörgu gildrur sem bíða ferðamanna í Dúbaí og á leiðinni þangað

Hinar mörgu gildrur sem bíða ferðamanna í Dúbaí og á leiðinni þangað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn furða sig á lögreglunámi við HA: Saga mannsandans og fleiri áfangar vekja spurningar

Lögreglumenn furða sig á lögreglunámi við HA: Saga mannsandans og fleiri áfangar vekja spurningar