fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Einn handtekinn vegna andláts móðurinnar á Akureyri: „Sá maður er talinn hafa verið á vettvangi þegar konan lést“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 22. október 2018 15:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn maður hefur verið handtekinn vegna andláts ungu konunnar á Akureyri. Maðurinn er talinn hafa verið á vettvangi þegar konan lést. Þetta kemur fram í stöðufærslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.  Líkt og DV greindi frá fyrr í dag þá fannst ung kona látin í íbúð á Akureyri í gær.

Bergur Jónsson rannsóknarlögreglumaður sagði í samtali við DV fyrr í dag að málið sé í rannsókn. Konan var búsett í fjölbýlishúsi og samkvæmt heimildum DV eru íbúar í áfalli vegna málsins. Hún var ung og átti tvö börn. Engum er nú hleypt inn í íbúðina og er hún innsigluð af lögreglu.

Sjá einnig: Kona fannst látin á Akureyri

„Lögreglan á Norðurlandi eystra er með til rannsóknar andlát ungrar konu sem fannst látin á heimili sínu, í íbúð í fjölbýlishúsi á Akureyri í gærmorgun, 21. október. Rannsóknin beinist að því að upplýsa um hvenær og hvernig andlátið átti sér stað. Dánarorsök liggur ekki fyrir. Einn maður var handtekinn vegna málsins og var hann í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 26. október n.k. Sá maður er talinn hafa verið á vettvangi þegar konan lést. Lögreglan á Norðurlandi eystra getur ekki gefið frekari upplýsingar um málavexti meðan fyrstu aðgerðir rannsóknarinnar standa enn yfir,“ segir í tilkynningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“