fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Tara Margrét: „Jón Steinar hefur trekk í trekk opinberað sig sem varðhund feðraveldisins“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 20. október 2018 21:00

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi og formaður Samtaka um líkamsvirðingu, segir að Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður hafi ítrekað opinberað sig sem varðhund feðraveldisins. Í færslu á Facebook segir hún skoðun sína á grein Jóns Steinars frá því í vikunni þar sem hann ræddi um ummæli sem voru látin falla um hann í Facebook-hópnum Karlar gera merkilega hluti.

Sjá einnig: Jón Steinar kallaður fáviti, ógeð og kvikindi á lokaðri síðu

Sjá einnig: Sjáðu viðbrögð „níðhópsins“ við grein Jóns Steinars: „Finnst hann samt drulluhali“

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður.

„Jón Steinar hefur trekk í trekk opinberað sig sem varðhund feðraveldisins og hefur honum tekist vel til. Það verður ekki tekið af honum að hér er á ferð einstaklega fær og klár lögmaður sem gerir allt fyrir skjólstæðinga sína. Fórnarkostnaðurinn er hinsvegar ekki ásættanlegur, allavega að mínu mati.“

Tara segir að Jón Steinar hafi sleppt því að minnast á að ummælin þar sem hann er kallaður öllum illum nöfnum hafi tengst ummælum sínum um Róbert Downey, sem afplánaði dóm fyrir kynferðisbrot gegn fimm stúlkum og fékk síðar uppreist æru.

Sjá einnig: Jón Steinar segir Robert Downey eiga skilið fyrirgefningu

„Við vitum að viðbrögð þolenda eru misjöfn eins og þeir eru margir (og þolendur eru allt of margir) og við vitum líka að fyrirgefningarsvipan er tól sem hefur verið notað í gegnum tíðina til að níðast á þeim. Ekki í neinum málaflokki er krafan um fyrirgefningu jafn sterk og þegar kemur að kynferðisbrotum. Þessi krafa er notuð til að yfirfæra ábyrgð brotsins frá geranda yfir á þolanda, til að magna upp skömmina og þögnina sem kynferðisbrot þrífast í,“ segir Tara og bætir við:

„Er í alvörunni það furðulegt að fólk hafi brugðist illa við? Er í alvörunni það óhugsandi að konur sem allar líkur séu á að hafi upplifað kynferðisofbeldi eða séu nákomnar einhverjum sem hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi og fengið að heyra fyrirgefningarræðuna skrilljón sinnum fái bara nóg og setji fram orð um Jón Steinar eins og „viðbjóður?“

Tara Margrét segir að það að skamma konur sem tjái réttmæta reiði inn á lokuðu vefsvæði sé angi af nauðgunarmenningu og til þess valdið að valda þeim frekari skömm og þöggun.

„Það að Jón Steinar fyrirskipi þolendum barnaníðs að fyrirgefa geranda sínum og að hinir sömu þolendur kalli hann viðbjóð á móti er ekki það sama og má ekki leggja að jöfnu. Í fyrra tilvikinu er nefnilega valdamikill maður að beita valdi sínu og stöðu í þjóðfélaginu til að smána þolendur og senda þá aftur í forarpytt skammar og þöggunar. Í seinna tilvikinu eru þolendurnir loksins að neita því að hverfa frá, að láta slag standa og segja „hingað og ekki lengra!“

Hér má lesa pistil Töru Margrétar í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt