fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Sóley, Hildur og Sæunn segja að Jón Steinar ætti kannski að fyrirgefa þeim eins og að fyrirgefa átti Róbert Downey

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 20. október 2018 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnendur hópsins Karlar gera merkilega hluti segja að Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður ætti að prófa eigin meðal og fyrirgefa konunum sem létu ill orð um hann falla í hópnum. Málið vakti mikla athygli í gær eftir að Jón Steinar skrifaði um það sem er sagt um sig í hópnum. Var hann meðal annars kallaður fáviti, ógeð og kvikindi.

Í yfirlýsingu frá Sóley Tómasdóttur, Hildi Lilliendahl Viggósdóttur og Sæunni Ingibjörgu Marinósdóttur segja þær að hópurinn sé lifandi vettvangur fyrir konur til að fá útrás í heimi þar sem karllæg gildi séu metin ofar kvenlægum.

Sjá einnig: Jón Steinar kallaður fáviti, ógeð og kvikindi á lokaðri síðu

Yfirlýsingin hefur nokkuð öðruvísi brag en viðbrögðin inni í hópnum í gær þar sem talað var um Jón Steinar sem viðkvæmt blóm og drulludela, er þó komið inn á að hann ætti að fyrirgefa þeim.

Sjá einnig: Sjáðu viðbrögð „níðhópsins“ við grein Jóns Steinars

Segir í yfirlýsingunni að ummælin um Jón Steinar hafi verið látin falla í tengslum við grein þar sem hann kom Róbert Downey til varnar. Það mál var mjög umdeilt á sínum tíma.

Sjá einnig: Jón Steinar segir Robert Downey eiga skilið fyrirgefningu

Hér má lesa yfirlýsinguna á heild sinni:

Karlar gera merkilega hluti er lifandi vettvangur fyrir konur til að fá útrás í heimi þar sem karllæg gildi eru metin ofar kvenlægum. Þar er nú á tíunda þúsund kvenna sem í langflestum tilfellum gera góðlátlegt grín að fréttamati fjölmiðla þar sem hver karlahópurinn á fætur öðrum er mærður fyrir skóflustungur og boltaspark á meðan framlag kvenna til samfélagsins er sjaldan til umfjöllunar.

Í stórum og virkum hópi eru innlegg og ummæli misfyndin og misviðeigandi eins og gengur og ritstjórnir fjölmiðla með athugasemdakerfi ættu að þekkja mætavel. Í umfjöllun um hópinn undanfarna daga hafa verið tínd til ummæli sem sum hver hafa verið óviðeigandi. Þó skal tekið fram að flest þeirra eru látin falla vegna viðtals þar sem þekktur verjandi kynferðisafbrotamanna ætlaðist til þess að þolendur fyrirgæfu gerendum sínum. Í viðtalinu kom Jón Steinar Róbert Downey til varnar, en hann var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum fyrir tíu árum. Kannski ætti lögmaðurinn að prófa sitt eigið meðal og fyrirgefa konunum sem tala um hann á internetinu frekar en að hringja í þær og skrifa um þær greinar í blöðin.

Karlar gera merkilega hluti er mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verður hvorki útskýrð eða rökrædd við mann sem skrifar feðraveldi innan gæsalappa og skilur ekki hvað „öruggt svæði“ er.

Við munum hér eftir sem hingað til leggja okkur fram um að stýra þessum hóp og gæta þess að þar sé umræða innan siðferðismarka þó vissulega geti eitthvað farið framhjá okkur eins og einstaka ummæli sem birt hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu sýna.

Með vinsemd og virðingu. Lifi kvennabaráttan.

Sóley Tómasdóttir, Hildur Lilliendahl Viggósdóttir og Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus