Fréttir

Skiluðu fé sem þeir fengu fyrir braggavinnuna

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 20. október 2018 09:45

Barinn og reikningurinn. Samsett mynd/DV

Verktakinn Sérsmíði ehf. fékk greiddar 245 þúsund krónur frá Reykjavíkurborg vegna smíði í bar inni í bragganum fræga í Nauthólsvík. Verkið kostaði alls 145 þúsund krónur. Ákvað verktakinn því að skila Reykjavíkurborg mismuninum, 100 þúsund krónum.

DV.is hefur fjallað ítarlega um braggamálið í vikunni en um er að ræða framkvæmd sem átti samkvæmt kostnaðarmati að kosta um 150 milljónir en hefur nú kostað Reykvíkinga yfir 400 milljónir. Málið er mjög umdeilt og er verkefnið til rannsóknar hjá innra eftirliti borgarinnar. DV.is hefur birt reikningana sem Reykjavíkurborg greiddi í tengslum við verkefnið, þar á meðal einn reikning þar sem misræmi er á milli talnanna í reikningnum og heildartölunni sem Reykjavíkurborg greiddi.

Um er að ræða reikning fyrir glerskerm og uppsetningu á barborði inni í bragganum. Efnið og vinnan kostaði 117.000 krónur og við það bætist virðisaukaskattur upp á 28.000. Heildartalan er því 145.000 krónur, en neðst í reikningnum stendur „Samtals 245.000“. Sérsmíði ehf. endurgreiddi borginni mismuninn daginn eftir að greiðslan barst.

Bjarmi Sigurðsson hjá Sérsmíði ehf. var fámáll þegar hann ræddi við DV um málið. Sagði hann það meira en sjálfsagt að endurgreiða ofgreiddan reikning frá borginni. „Finnst þér það ekki sjálfum?“ spurði Bjarmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Harpa – Á meðan ég eldaði kvöldmatinn sprautaði hann sig inni á klósetti og var næstum dáinn

Harpa – Á meðan ég eldaði kvöldmatinn sprautaði hann sig inni á klósetti og var næstum dáinn
Fréttir
Í gær

Stóru málin: Segir Orkuveituna geta lækkað greiðslubyrði heimila um tugi þúsunda

Stóru málin: Segir Orkuveituna geta lækkað greiðslubyrði heimila um tugi þúsunda