fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Fréttir

Segir hóp kvenna hafa rænt #metoo byltingunni: „Getur verið að þessar konur séu með mölbrotna sjálfsmynd og laskaða?“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 20. október 2018 10:42

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson.

„Nú hefur hópur kvenna farið í krossferð gegn körlum og tala niðrandi og ljótt um þá, af þeim óafvitandi jafnvel, og án þess að þeir geti nokkuð varið sig. Þær tala niður til okkar karlanna með ýmsum yfirlýsingum og kalla okkur meðal annars Feðraveldi. Er það sagt með neikvæðum hætti og feður okkar dæmdir fyrir tíðarandann sem þá var. Þær hafa þar með skorið á haldreipi mitt. Brýst þetta út hjá þessum konum sem algjört hatur á karlmönnum,“ skrifar markþjálfinn og athafnamaðurinn Sveinn Hjörtur Guðfinnsson í nýjum pistli á bloggsíðu DV.

Pistillinn heitir Konur sem hata karlmenn og hefst á því að Sveinn Hjörtur rifjar upp þegar hann, ásamt fjölmörgum öðrum, opnaði sig um kynferðismisnotkun sem hann varð fyrir, í #metoo byltingunni.

„Við treystum því að viljinn væri sá einn að stíga fram og vera fyrirmynd annarra til að létta á þessum þungu skrefum. Það hélt ég að væri tilgangurinn,“ skrifar Sveinn Hjörtur og heldur áfram.

„Til verða konur sem hata karlmenn,“ skrifar hann. „Konur eigi að standa saman og í huga margra á að rústa karlinum. Karlar eru að verða óþarfir.“

„Við fáum ekki að vera karlmenn“

Telur hann þennan hóp kvenna hafa „rænt“ #metoo byltingunni og ala á hatri á karlmönnum. Á meðan séu margir karlmenn í klemmu.

„Við fáum ekki að vera karlmenn því sumar konur hafa ákveðna skoðun og upplifun á því hvað karlmaður á að gera. Oft er sú hugmynd svo brengluð að við botnum hvorki upp né niður hvers er ætlast til af okkur. Og ef við reynum þá er það fyrirfram dæmt – af konum!“

Hann veltir því jafnframt fyrir sér hvað búi að baki þessu meinta hatri.

„Því velti ég því fyrir mér hvort eitthvað andlegt mein búi ekki að baki þeirra kvenna sem ákveða að hata alla karlmenn sem tjá sig um jafnrétti, feminisma, baráttu fyrir réttindum beggja kynja, og tjá sig um konur almennt – með þeirra hætti? Getur verið að þessar konur séu með mölbrotna sjálfsmynd og laskaða, að hluti af líðan þeirra brýst út í gengdarlausu og hræðilegu hatri í garð karlmanna?“

Sveinn Hjörtur endar svo pistilinn á að tilkynna að hann vilji ekki lengur tengja sig við #metoo byltinguna og segir skömmina í dag vera þessara kvenna.

Smelltu hér til að lesa pistilinn í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Þrír handteknir í Hafnarfirði eftir líkamsárás

Þrír handteknir í Hafnarfirði eftir líkamsárás
Fréttir
Í gær

Asískt þjófagengi rænir skrautfiskum og kórölum – Kjartan: „Ætli verðmæti þeirra hafi ekki verið um 100 þúsund krónur“

Asískt þjófagengi rænir skrautfiskum og kórölum – Kjartan: „Ætli verðmæti þeirra hafi ekki verið um 100 þúsund krónur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er ömurlegt að horfa upp á mömmu sína hverfa og vita ekkert hvert maður á að leita“

„Það er ömurlegt að horfa upp á mömmu sína hverfa og vita ekkert hvert maður á að leita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttar geðlæknir styður Öldu Karen: Þetta gerir hún betur en heilbrigðiskerfið

Óttar geðlæknir styður Öldu Karen: Þetta gerir hún betur en heilbrigðiskerfið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zakarías Herman handtekinn

Zakarías Herman handtekinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Anna Clara lenti í árekstri í hádeginu og innbroti um kvöldið: „Fyrst manni er ætlað að lenda í svona áföllum, er þá ekki betra að klára þau bara á einum degi?“

Anna Clara lenti í árekstri í hádeginu og innbroti um kvöldið: „Fyrst manni er ætlað að lenda í svona áföllum, er þá ekki betra að klára þau bara á einum degi?“