Fréttir

Lögreglubíll ók utan í bíl við Bolöldu eftir eftirför

Ritstjórn DV
Laugardaginn 20. október 2018 09:03

Um kl. 02 í nótt veitti lögreglan eftirför ökumanni sem virti ekki fyrirmæli um að stöðva bifreiðina.  Ökumaðurinn var að lokum stöðvaður við Bolöldu eftir að lögreglubifreiðin ók utan í bíl ökumannsins. Ökumaðurinn reyndist vera í mjög annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa.

Rúmlega kl. 21 í gærkvöldi var ekið á staur í miðbænum. Ökumaður sem var einn í bifreiðinni meiddist ekki en er grunaður um að aka bifreiðinni undir áhrifum vímuefna.

Hálftíma síðar var ökumaður stöðvaður í Grafarvogi grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna en einnig fundust fíkniefni á honum. Tveir aðrir voru teknir fyrir svipuð brot í Grafarvogi í nótt.

Skömmu fyrir klukkan 01:00 var hafði lögreglan afskipti af ökumanni í Árbæ sem stöðvaði ekki við stöðvunarskyldu við gatnamót.  Ökumaðurinn reyndist vera ölvaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Handteknir vegna ráns
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón vill að líkum Kristins og Þorsteins verði komið heim: „Ég var þeirra ferðafélagi og átti að vera í þessu“

Jón vill að líkum Kristins og Þorsteins verði komið heim: „Ég var þeirra ferðafélagi og átti að vera í þessu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Búið að opna Sæbraut

Búið að opna Sæbraut