fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Halla Signý vill viðurkenningu á vefjagigt: „Þarf að leggja eyrun við þessum þögla sjúkdómi“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 20. október 2018 12:59

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vill að heilbrigðiskerfið leggi áherslu á vefjagigt. Segir hún í grein í Morgunblaðinu í dag að vefjagigt­ar­grein­ing sé tal­in hluti af 75% ör­orku hjá stórum hluta kvenna sem voru á ör­orku en öryrkjum hefur fjölgað hratt á liðnum árum.

Sjá einnig: „Fólk með vefjagigt er bara með bilaðan magnara“

Talið er að vefjagigt hrjái 2-13% fólks á hverj­um tíma. Vefjagigt er al­geng­ari hjá kon­um en körl­um, eða 3 til 4 kon­ur á móti ein­um karli. Segir Halla Signý að ekki séu til heild­ar­upp­lýs­ing­ar um fjölda ein­stak­linga sem greind­ir hafa verið  með vefjagigt hér á landi en í rann­sókn frá 1998 reynd­ist al­gengi vefjagigt­ar vera 5,6% meðal 18 ára ein­stak­linga sem er töluvert algengara en erlendis. Vefjagigt er yf­ir­leitt lang­vinn­ur sjúk­dóm­ur sem ekki lækn­ast og því fjölg­ar í hópi vefjagigt­ar­sjúk­linga með hækk­andi aldri.

Halla Signý hefur nú lagt fram þingsályktunartillögu  þess efn­is að fela heil­brigðisráðherra að beita sér fyr­ir fræðslu til al­menn­ings um vefjagigt og end­ur­skoða skip­an sér­hæfðrar end­ur­hæf­ing­arþjón­ustu með það að mark­miði að styrkja grein­ing­ar­ferlið og geta boðið upp á heild­ræna meðferð byggða á niður­stöðum gagn­reyndra rann­sókna.

„Heil­brigðis­kerfið þarf að leggja eyr­un við þess­um þögla sjúk­dómi og viður­kenna hann sem stór­an þátt í að fólk á öll­um aldri sé að detta út af vinnu­markaði og ein­angr­ast heima með verkja­sjúk­dóm sem ger­ir ein­stak­ling­inn óvirk­an bæði á vinnu­markaði og sem þátt­tak­anda í sam­fé­lag­inu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga