Fréttir

Efni keypt af verktökum með 10% álagi – „Það var samið um það“

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson og Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 20. október 2018 14:00

Samsett mynd: DV/Skjáskot af vef BYKO

Í bókhaldsgögnum sem DV hefur undir höndum vegna braggamálsins kemur í ljós að flestir þeir verktakar sem unnu að verkefninu sáu sjálfir um efniskaup. Í eingöngu örfá skipti var Reykjavíkurborg rukkuð beint fyrir efniskostnað vegna framkvæmdanna við Nauthólsveg 100.

Samkvæmt reikningum sem margir verktakar skiluðu er sett 10% álag á allan efniskostnað. Verktakinn Smiðurinn Þinn Slf. fékk greiddar 105 milljónir króna vegna verkefnisins, reikningarnir sýna að Smiðurinn þinn rukkaði fyrir tímakaup vegna efniskaupa, aksturs vegna efniskaupa og svo loks var sett 10% álag ofan á efniskaupin sjálf.

Sigfús Örn Sigurðsson, eigandi fyrirtækisins, segir í samtali við DV að þetta hafi verið samkomulagið og hann sé með tölvupóst sem staðfesti það. Þegar blaðamaður spurði Sigfús um ástæðu þessa 10% álags sagði hann: „Það var samið um það“.

Alls keypti Sigfús vörur fyrir rúmlega 36 milljónir og eru því álagsgreiðslur til hans vegna braggans um 3,5 milljónir króna. Verkefnið fór ekki í útboð og kann því að vera að Reykjavíkurborg hafi ekki fengið besta mögulega verðið á efni sem fór í verkefnið á Nauthólsvegi 100. Alls vann Smiðurinn Þinn Slf. í 8.835 klukkutíma að verkefninu en hann var eingöngu einn af mörgum verktökum sem komu að framkvæmdinni.

Fram kemur í reikningum að verktakinn leigði Reykjavíkurborg einn til tvo hitablásara meðan á framkvæmdum stóð og var heildarkostnaður vegna þeirrar leigu rúmar 429 þúsund krónur. Fyrir þá upphæð hefði verið hægt að kaupa 22 dýrustu hitablásara sem eru í boði í verslun Byko fyrir 18.995 krónur stykkið.

Þann 28. febrúar á þessu ári skrifaði Sigfús á Facebook-síðuna Smiðurinn þinn að verkefnastaðan væri orðin þannig að hann gæti ekki tekið að sér fleiri verkefni þangað til vorið 2019 og segir hann þetta „Ákveðið lúxusvandamál“. Fimm dögum áður en þetta var skrifaði sendi hann inn reikning á Reykjavíkurborg upp á tæpar 2,7 milljónir króna.

Skjáskot af Facebook.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Segðu yfirmanninum þínum frá“ – Hljóðupptaka bendir til þess að krónprinsinn hafi fyrirskiptað morðið

„Segðu yfirmanninum þínum frá“ – Hljóðupptaka bendir til þess að krónprinsinn hafi fyrirskiptað morðið
Fréttir
Í gær

Össur og Linda fá 4 milljónir – Handtekin af sérsveitinni fyrir framan börnin

Össur og Linda fá 4 milljónir – Handtekin af sérsveitinni fyrir framan börnin
Fréttir
Í gær

Búið að opna Sæbraut

Búið að opna Sæbraut
Fréttir
Í gær

Einn af fimm tíundubekkingum á Íslandi veipar – Læknar vilja stöðva sölu án tafar

Einn af fimm tíundubekkingum á Íslandi veipar – Læknar vilja stöðva sölu án tafar
Fyrir 3 dögum

Hinar mörgu gildrur sem bíða ferðamanna í Dúbaí og á leiðinni þangað

Hinar mörgu gildrur sem bíða ferðamanna í Dúbaí og á leiðinni þangað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn furða sig á lögreglunámi við HA: Saga mannsandans og fleiri áfangar vekja spurningar

Lögreglumenn furða sig á lögreglunámi við HA: Saga mannsandans og fleiri áfangar vekja spurningar