fbpx
Þriðjudagur 18.desember 2018
Fréttir

WOW air kom örvæntingarfullri flugfreyju Primera Air til bjargar

Auður Ösp
Þriðjudaginn 2. október 2018 21:15

Viðskiptavinir Primera Air eru ekki þeir einu sem sitja eftir með sárt ennið eftir að tilkynnt var um gjaldþrot fyrirtækisins í gærdag. Flugmenn og flugliðar á vegum félagsins sitja þessa stundina fastir víða um Evrópu, Bandaríkin og Kanada. Bresk flugfreyja sendi út neyðarkall á Twitter í gærnótt og kvaðst vera strandaglópur á flugvellinum í Toronto ásamt fleiri áhafnarmeðlimum.

Líkt og fram kom í fregnum gærdagsins hefur Primera Air sótt um að vera tekið til gjaldþrotaskipta. Var allt flug félagsins stöðvað á miðnætti og eru allar vélar fyrirtækisins nú á jörðu niðri. Hér má nálgast frétt DV og Pressunnar um málið.

Í gærdag barst öllu starfsfólki Primera Air bréf þess efnis að flugfélagið muni ekki getað starfað lengur, en eigendur þess hafa undanfarna mánuði unnið að því að reyna endurfjármagna rekstur flugfélagsins, en án árangurs. Í yfirlýsingu frá Heimsferðum kemur fram að allt flug hafi verið flutt til fyrirtækisins Travelservice sem er staðsett í Tékklandi.

Neyddust til að sofa á gólfinu

Fyrrnefnd flugfreyja, sem gengur undir nafninu Loz á Twitter, birti færslu á samfélagsmiðlinum í gærnótt og biðlaði til fjölda flugfélaga um hjálp við að komast heim. Benti hún á að Primera Air hefði ekki séð áhafnarmeðlimum fyrir hótelgistingu eða dagpeningum né útvegað þeim flug heim og hvergi væri hægt að ná í fulltrúa fyrirtækisins í síma. Loz og vinnufélagar hennar þurftu því að sofa á gólfinu á flugvellinum. Þá benti hún á að aðrir áhafnarmeðlimir á vegum flugfélagsins væru sömuleiðis fastir í Washington, Boston, New York, París og Keflavík.

Í annarri Twitter færslu segist hún ætíð hafa staðið með flugfélaginu og látið sig hafa ýmislegt í starfi sínu sem flugfreyja. Hún hafi til að mynda margsinnis þurft að eiga við reiða og geðvonda farþega.

 

„Margir af þeim höfðu misst af brúðkaupum, jarðarförum eða skírnum eftir að fluginu þeirra var seinkað eða aflýst,“ ritar hún og bætir við að til að kóróna allt saman hafi starfsfólkið  verið svikið um laun fyrir septembermánuð.

Frásögn Loz hefur vakið töluverða athygli undanfarin sólarhring og hafa fjölmargir lýst yfir vanþóknun sinni á framkomu Primera Air. Greint hefur verið frá málinu á erlendum miðlum á borð við Business Insider, BBC og The Sun og þá hafa fjölmargir notendur Twitter hvatt flugfélögin til að rétta Loz og vinnufélögum hennar hjálparhönd.

Það var síðan um fjögurleytið í dag að WOW air flugfélagið tók af skarið og svaraði neyðarkalli Loz líkt og sjá má í meðfylgjandi færslu.Uppskar flugfélagið ótal hrós frá netverjum í kjölfarið.

Ljósmynd/Skjáskot af Twitter

Í kjölfarið svaraði Loz íslenska flugfélaginu í færslu á miðlinum og kvaðst full af auðmýkt og þakklæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Bára bjóst ekki við að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í dómssal í gær – „Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“

Bára bjóst ekki við að þingmenn Miðflokksins myndu mæta í dómssal í gær – „Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Telja ummæli sérfræðings á Grensásdeild geta vakið ótta

Telja ummæli sérfræðings á Grensásdeild geta vakið ótta
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir leita tveggja manna

Björgunarsveitir leita tveggja manna
Fréttir
Í gær

Bára: „Það eru stærri hlutir að gerast í mínu persónulega lífi sem ég get ekki spjallað um“

Bára: „Það eru stærri hlutir að gerast í mínu persónulega lífi sem ég get ekki spjallað um“
Fréttir
Í gær

Rúnar skammar Íslendinga: „Komumst svo að því að þessi maður átti ekki og hafði aldrei átt fatlað barn“

Rúnar skammar Íslendinga: „Komumst svo að því að þessi maður átti ekki og hafði aldrei átt fatlað barn“
Fréttir
Í gær

Inga fékk erfitt símtal 20 mínútum fyrir þingfund: „Það hreinlega þyrmdi yfir mig“ – Af hverju er þetta svona?

Inga fékk erfitt símtal 20 mínútum fyrir þingfund: „Það hreinlega þyrmdi yfir mig“ – Af hverju er þetta svona?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjarni Ben segir bótaþega hafa fengið meira en aðrir þjóðfélagshópar

Bjarni Ben segir bótaþega hafa fengið meira en aðrir þjóðfélagshópar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reyndi að hengja sig í pylsustandi í Austurstræti: Fékk nóg af túristum, myrkri og íslensku veðri

Reyndi að hengja sig í pylsustandi í Austurstræti: Fékk nóg af túristum, myrkri og íslensku veðri