Fréttir

Marta María, Bubbi og Ólöf styðja Jón Steinar og fordæma níðhópinn: „Það sem Jón Steinar er að lenda í er ofbeldi“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 19. október 2018 10:09

Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands á MBL, fagnar því að Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður hafi stigið fram og birt skrif um sig á umræðusíðunni Karlar gera merkilega hluti. Undir það taka Ólöf Skaftadóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, og Bubbi Morthens.

Sjá einnig: Jón Steinar kallaður fáviti, ógeð og kvikindi á lokaðri síðu – Nafngreinir þá sem níða hann

„Jón Steinar Gunnlaugsson er ekki eina manneskjan sem hefur lent undir strætó á þessari síðu. Ég man hvað það var mikill léttir þegar mér var hent út af síðunni án nokkurra skýringa,” segir Marta María á Facebook síðu sinni. Mörgum líkar þetta, þar á meðal Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur, Björn Ingi Hrafnsson, Friðrikka Hjördís Geirsdóttir og Ágústa Johnson.

Hún bætir við: „Það er nefnilega mjög óþægilegt að lesa níð um sjálfan sig eða vinnu sína dag eftir dag. Samstarfskonur mínar upplifðu líka mikinn létti þegar þær hættu í hópnum. Gott að einhver sagði eitthvað!“

Ólöf Skaftadóttir, ritstjóri Fréttablaðsins er sama sinnis og segir í athugasemd: „Sammála. Ofboðslegur léttir að fara þarna út.” Bubbi Morthens tekur svo undir og segir þetta ofbeldi hjá femínistunum. „Það sem Jón Steinar er að lenda í er ofbeldi,“ segir Bubbi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Harpa – Á meðan ég eldaði kvöldmatinn sprautaði hann sig inni á klósetti og var næstum dáinn

Harpa – Á meðan ég eldaði kvöldmatinn sprautaði hann sig inni á klósetti og var næstum dáinn
Fréttir
Í gær

Stóru málin: Segir Orkuveituna geta lækkað greiðslubyrði heimila um tugi þúsunda

Stóru málin: Segir Orkuveituna geta lækkað greiðslubyrði heimila um tugi þúsunda