fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
Fréttir

Tómas barði eiginkonu sína – „Hún veit alveg hvað hún er að gera, að gera mig afbrýðissaman“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. október 2018 15:36

„Það voru mikil læti á heimili mínu þegar ég var krakki. Pabbi var að dangla í mömmu en hann lét okkur börnin alveg vera samt. Ég og kona mín erum búin að vera mjög lengi saman, í átta ár. Þegar það er álag í vinnunni, mikið að gera, og maður kemur heim, alveg búinn á því, þá er hún að böggast í mér. Ég er ekkert að segja að það sé einhver afsökun en hún er ekkert alveg saklaus. Hún veit alveg hvað hún er að gera, að gera mig afbrýðissaman.“

Þetta segir ungur maður, Tómas að nafni, sem viðurkennir að hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi. Hann er einn þeirra sem stígur fram í myndböndum frá Jafnréttisstofu, en í dag var sett ráðstefna á Icelandair hótel Reykjavík Natura. Ráðstefnan er ætluð fagfólki sem vinnur með ofbeldi í nánum samböndum og almenningi sem vill láta sig málefnið varða.

Í tilefni ráðstefnunnar, Gerum betur! Áhrifaríkar aðferðir og helstu hindranir í vinnu með heimilisofbeldi, voru tekin viðtöl við fórnarlömb heimilisofbeldis og einn geranda, Tómas. „Við erum eitthvað að rífast og ég ýtti einhvern veginn í hana þannig að hún skall á hurðina, fór með kjaftinn á hurðina og það blæddi geðveikt mikið úr vörinni á henni. Ég man ekki einu sinni af hverju þetta byrjaði. Þetta verður bara móða,“ segir Tómas í myndbandinu sem má sjá hér fyrir neðan.

Tómas leitaði sér þó hjálpar, ólíkt mörgum heimilisofbeldismönnum.

„Ég hef ekki haft neitt til að tala við. Mér var bent á Heimilisfrið og allt í einu heyrði ég í mönnum tala um nákvæmlega það sama og ég var að upplifa. Þetta er ekki þeim að kenna, þetta er ég. Það er ekkert tilviljun að það var alltaf ég sem var óhamingjusamur. Ef þú hefur einu sinni beitt ofbeldi þá þarftu hjálp. Þetta þarf ekki að vera svona. Þú átt von um betra líf og þú getur orðið hamingjusamur,“ segir Tómas.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirlögregluþjónn dæmdur fyrir kaup á vændi – Stuttu seinna dæmdur fyrir líkamsárás

Yfirlögregluþjónn dæmdur fyrir kaup á vændi – Stuttu seinna dæmdur fyrir líkamsárás
Fréttir
Fyrir 3 dögum

10 ára áskorunin: Saklaus samfélagsmiðlaleikur eða útsmogið trikk?

10 ára áskorunin: Saklaus samfélagsmiðlaleikur eða útsmogið trikk?