fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Fréttir

Þau unnu 19,3 milljónir um helgina: Ungi faðirinn var viss um að félagarnir væru að grínast í honum

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. október 2018 14:08

Báðir vinn­ings­haf­arn­ir sem skiptu með sér fjórfalda Lottópottinum um síðustu helgi hafa gefið sig fram við Íslenska getspá. Annar miðinn var keyptur í Olís við Ánanaust í Reykjavík en hinn er í áskrift og færðu þeir eigendum sínum rúmlega 19,3 milljónir – á mann.

Í tilkynningu frá Lottó segir að eigandi áskriftarmiðans sé fjölskyldufaðir með ung börn á höfuðborgarsvæðinu og hann var heldur betur hissa þegar hann fékk símtalið góða frá Getspá þar sem honum var tilkynnt um vinninginn. Var hann alveg sannfærður um að einhver vinanna væri að gera grín í sér.  Hann hlakkaði til að segja konu sinni fréttirnar, ætlaði að gera gott „móment“ úr því um kvöldið, kannski setja kampavín í kæli og skála fyrir nýju landslagi í fjármálum fjölskyldunnar.

Þá segir að hjón á besta aldri, einnig á höfuðborgarsvæðinu, séu eigendur miðans sem var keyptur hjá Olís.  „Þau spila reglulega með í Lottóinu og voru sannfærð um að einn daginn myndi sá stóri koma til þeirra.  Það var því verulega gaman að fara yfir miðann og sjá réttu tölurnar birtast eina af annarri.   Þau ætla ekki að sitja ein að þessum nýfengna auð heldur láta gott af sér leiða til samfélagsins.“

Í tilkynningunni óskar starfsfólk Getspár þessum heppnu vinningshöfum innilega til hamingju með þennan glæsilega vinning og þakkar um leið veittan stuðning sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir öryrkja, íþrótta- og ungmennafélögin í landinu þar sem þau njóta góðs af sölu Lottós.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Þrír handteknir í Hafnarfirði eftir líkamsárás

Þrír handteknir í Hafnarfirði eftir líkamsárás
Fréttir
Í gær

Asískt þjófagengi rænir skrautfiskum og kórölum – Kjartan: „Ætli verðmæti þeirra hafi ekki verið um 100 þúsund krónur“

Asískt þjófagengi rænir skrautfiskum og kórölum – Kjartan: „Ætli verðmæti þeirra hafi ekki verið um 100 þúsund krónur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er ömurlegt að horfa upp á mömmu sína hverfa og vita ekkert hvert maður á að leita“

„Það er ömurlegt að horfa upp á mömmu sína hverfa og vita ekkert hvert maður á að leita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttar geðlæknir styður Öldu Karen: Þetta gerir hún betur en heilbrigðiskerfið

Óttar geðlæknir styður Öldu Karen: Þetta gerir hún betur en heilbrigðiskerfið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zakarías Herman handtekinn

Zakarías Herman handtekinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Anna Clara lenti í árekstri í hádeginu og innbroti um kvöldið: „Fyrst manni er ætlað að lenda í svona áföllum, er þá ekki betra að klára þau bara á einum degi?“

Anna Clara lenti í árekstri í hádeginu og innbroti um kvöldið: „Fyrst manni er ætlað að lenda í svona áföllum, er þá ekki betra að klára þau bara á einum degi?“