fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Hilmar Ágúst dæmdur: Með barnaníðinga í forsvari fyrirtækis

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 18. október 2018 11:28

Hilmar Ágúst Hilmarsson og flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hilmar Ágúst Hilmarsson, flug- og athafnamaður, hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals. Hann var dæmdur fyrir að hafa lagt fram falsað afrit af hæfnisprófi fyrir Bombardier-flugvél af gerðinni BD-700 þegar hann sótti um endurútgáfu á flugliðaskírteini sínu fyrir slíka vél í september 2015.

DV fjallaði ítarlega á dögunum um farsakenndan rekstur Hilmars Ágústs á Reykjavíkurflugvelli. Hilmar Ágúst kom fyrir í Panamaskjölunum. Félag hans, Global Fuel, er skráð með lögheimili í Skýli 1 á Reykjavíkurflugvelli en fasteignin er í eigu Hilmars Ágústs í gegnum félagið Bjargfast ehf. Þar eru einnig önnur félög í eigu Hilmars Ágúst skráð með lögheimili. Meðal annars Heimflug, BIRK Invest, ACE FBO og Ace Handling.

Sjá einnig: Leika lausum hala á Reykjavíkurflugvelli: Dæmdir barnaníðingar, kungfu-prestur, Panamaprins og sértrúarsöfnuður

Í fyrrnefndri umfjöllun DV kom fram að hinn dæmdi barnaníðingur, Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, væri skráður sem stjórnarformaður og framkvæmdastjóri síðan í maí síðastliðnum. Einn annar einstaklingur situr í stjórn Ace Handling, Robert Tomasz Czarny, sem einnig er dæmdur barnaníðingur.

Í dómi Hilmars Ágúst kemur fram að hann hafi ekki mætt í réttarsal. Samkvæmt dómi hefur hann einu sinni gengist undir sátt vegna tollalagabrots. Líkt og fyrr segir hlaut hann 60 daga skilorðsbundinn dóm fyrir skjalafals.

„Ákærði falsaði afrit af hæfniprófi fyrir BD-700 tegundaráritun, á tímabilinu 29. ágúst til 10. september 2015, með því að breyta skýrslu um hæfnipróf fyrir CL604/605 tegundaráritun, dags. 29. ágúst 2015, sem ákærði fékk eftir að hafa staðist hæfnipróf fyrir CL604/605 áritun hjá samþykktu þjálfunarfyrirtæki, þannig að CL604/605 skýrslan liti út fyrir að vera um hæfnipróf fyrir BD-700 tegundaráritun,“ segir í dómi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus