fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Áslaug Arna minnist móður sinnar: „Sorgin fyrst er auðvitað bara ólýsanleg“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. október 2018 11:59

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir..

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var ótrúlega erfitt. Það er svo margt eftir sem þú varst búinn að ímynda þér. Sorgin fyrst er auðvitað bara ólýsanleg en það sem kemur á eftir er þessi mikla sorg yfir því sem hefði átt að vera.“

Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hún missti móður sína aðeins 21 ára. Áslaug minnist hennar í viðtalið við Vísi. Hún segir erfitt að hugsa til þess að móðir hennar hafi ekki getað upplifað stórar stundir í lífi hennar.

„Að hún sé ekki með manni á þessum stóru stundum, hvort sem það er þegar ég varð ritari Sjálfstæðisflokksins eða þegar ég útskrifaðist úr laganáminu og það sem framtíðin ber í skauti sér, eins og ef maður eignast börn eða giftir sig. Það er þessi sorg sem býr alltaf held ég innra með fólki sem missir foreldri. Maður sér annað fólk upplifa þessi augnablik með foreldrum sínum,“ segir Áslaug.

Hún segist hafa lært margt af móður sinni. „Mamma var rosalega jákvæð og kenndi mér mjög margt að líta björtum augum á þau verkefni sem koma og ég hef reynt að tileinka mér það. Það gagnast mér rosalega mikið í dag, hvernig ég náði að vinna úr þessu,“ segir Áslaug en viðtalið má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“