fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
Fréttir

Kristmundur Axel ákærður: Birti myndbönd af neyslu og fór í meðferð

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 17. október 2018 10:52

Rapparinn Kristmundur Axel Kristmundsson hefur verið ákærður af Héraðssaksóknara fyrir að hafa þann 11. mars í fyrra hótað að taka lögreglukylfu af lögreglumanni og „valda honum líkamsmeiðingum,“ líkt og það er orðað í ákæru. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á næstunni.

Kristmundur vakti fyrst athygli árið 2010 þegar hann sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna ásamt Júlí Heiðari með lagið Komdu til baka. Hann hefur undanfarin ár gefið út nokkur lög svo sem Deyja fyrir hópinn minn og Spartacus (Alltaf eitur).

Síðarnefnda lagið kom út stuttu fyrir atvikið sem hann er nú ákærður fyrir en í því lagi segir hann meðal annars: „Hleyptu mér inn annars brýt ég fokking hurðina […] Það er alltaf snjóflóð“. Hann vakti athygli um svipað leyti í fyrra þegar hann birti myndbönd af fíkniefnaneyslu sinni á Snapchat. Það er nokkur viðsnúningur frá því þegar hann sagði í viðtali við SÁÁ-blaðið árið 2010:

„Rappa ekki um dóp og pening því hvorugt er kúl.“

Samkvæmt heimildum DV ákvað Kristmundur að taka sig á og fór í meðferð í fyrra. Undanfarið hefur Kristmundi gengið allt í haginn en hann eignaðist dóttur í byrjun síðasta mánaðar.

Pabbi er ekki morðingi

Í viðtali við DV árið 2012 ræddi Kristmundur um fíknina sem hafði orðið nær allri fjölskyldu hans að bráð. Tveir bræður hans voru þá í fangelsi. Sigurður Freyr Kristmundsson sat inni fyrir að drepa Braga Halldórsson að morgni menningarnætur árið 2005. Hinn bróðir hans sat inni fyrir ýmsa smáglæpi.

Faðir hans, Kristmundur Sigurðsson, var yfirleitt kallaður Mundi morðingi en hann myrti Guðjón Atla Árnason árið 1976. Hann var í vímu þegar hann framdi morðið og náði sér að einhverju leyti á strik eftir að hafa tekið út dóminn.

Kristmundur Axel lýsti föður sínum sem miklum og nánum félaga. „Við bjuggum saman bara við tveir, pabbi og ég. Ég hafði búið hjá honum í ellefu ár. Flutti til hans ungur meðan mamma var að koma undir sig fótunum vegna eigin drykkjuvanda. Mamma var að standa sig vel, en það æxlaðist samt þannig að ég bjó hjá honum. Ég átti gott líf með honum. Hann er alúðlegur maður, fullur af kærleika. Hann er enginn morðingi. Hann er bara manneskja eins og ég og þú sem á erfiða lífsreynslu að baki. Hann vann sig í gegnum martröðina og var sterkari og betri maður fyrir vikið. Pabbi minn er félagi minn. Fíkillinn er hins vegar ekki pabbi minn og alls enginn félagi. Hann þekki ég ekki og vil ekki þekkja,“ sagði Kristmundur í viðtali við DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirlögregluþjónn dæmdur fyrir kaup á vændi – Stuttu seinna dæmdur fyrir líkamsárás

Yfirlögregluþjónn dæmdur fyrir kaup á vændi – Stuttu seinna dæmdur fyrir líkamsárás
Fréttir
Fyrir 3 dögum

10 ára áskorunin: Saklaus samfélagsmiðlaleikur eða útsmogið trikk?

10 ára áskorunin: Saklaus samfélagsmiðlaleikur eða útsmogið trikk?