Fréttir

Björn varpar ljósi á eyðslu íslenskra barna í Fortnite – 10 ára piltur eyddi 150 þúsund krónum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. október 2018 09:37

Dæmi eru um að íslensk börn hafi eytt tugum, jafnvel hundruðum, þúsunda í tölvuleikinn Fortnite sem slegið hefur í gegn um allan heim. Þetta segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka, í grein sem hann skrifar í Markaðinn, fylgirit Fréttablaðsins, í dag.

„Vinsælasti tölvuleikur heims um þessar mundir er Fortnite. Ekkert kostar að sækja leikinn og spila, en þó hafa framleiðendurnir, Epic Games, þénað jafnvirði á annað hundrað milljarða króna síðan leikurinn var gefinn út fyrir ári. Tekjurnar fást af sölu viðbóta við leikinn, sem þó hafa lítil áhrif á árangur leikmanna. Engum framleiðanda hefur áður tekist að selja sigurdansa, búninga og fleira skraut með jafn góðum árangri.“

Björn vísar í grein sinni á nýlega bandaríska rannsókn þar sem fram kom að tæplega 70 prósent þátttakenda hefðu keypt sér viðbætur við leikinn. Eyðslan hafi að meðaltali verið um 13 þúsund krónur. Björn heimfærir svo þessar niðurstöður á íslensk ungmenni.

„Ef við gerum ráð fyrir að helmingur stráka á aldrinum 12 til 17 ára spili leikinn og 14% stelpna, sem eru sömu kynjahlutföll og vestanhafs, gætu útgjöldin verið orðin yfir 50 milljónir króna. Að sjálfsögðu eru dæmi um mun meiri eyðslu,“ segir Björn sem tekur svo dæmi sem hann þekkir sjálfur.

„Átta ára sonur kunningjakonu minnar eyddi 40.000 krónum, 10 ára frændi vinnufélaga skuldfærði kort foreldra sinna fyrir 150.000 og 13 ára drengur sagðist rogginn á dögunum hafa varið um 100.000 krónum í viðbætur fyrir leikinn.“

Björn bendir svo á að hér á landi – eins og annars staðar – hafi nokkuð verið rætt og ritað um áhyggjur foreldra af leiknum. Fyrir utan kostnaðinn sem honum getur fylgt sé hann tímaþjófur. Bendir hann á niðurstöður bandarísku könnunarinnar sem gaf til kynna að þriðjungur nemenda hafi skrópað í skóla til að spila leikinn og fimmtungur starfandi fólks.

En, leikurinn hefur skilað framleiðendunum miklum tekjum eins og Björn bendir á.

„Ef útgjöld leikmanna haldast þau sömu og mánaðarlegur notendafjöldi helst svipaður og í ágúst má reikna með að tekjur framleiðenda nemi hátt í 600 milljörðum króna næsta árið. Það slagar langleiðina í arðbærustu afþreyingarvöru sögunnar, leikinn Grand Theft Auto 5, sem þegar hefur skilað yfir 700 milljörðum króna í tekjur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Segðu yfirmanninum þínum frá“ – Hljóðupptaka bendir til þess að krónprinsinn hafi fyrirskiptað morðið

„Segðu yfirmanninum þínum frá“ – Hljóðupptaka bendir til þess að krónprinsinn hafi fyrirskiptað morðið
Fréttir
Í gær

Össur og Linda fá 4 milljónir – Handtekin af sérsveitinni fyrir framan börnin

Össur og Linda fá 4 milljónir – Handtekin af sérsveitinni fyrir framan börnin
Fréttir
Í gær

Búið að opna Sæbraut

Búið að opna Sæbraut
Fréttir
Í gær

Einn af fimm tíundubekkingum á Íslandi veipar – Læknar vilja stöðva sölu án tafar

Einn af fimm tíundubekkingum á Íslandi veipar – Læknar vilja stöðva sölu án tafar
Fyrir 3 dögum

Hinar mörgu gildrur sem bíða ferðamanna í Dúbaí og á leiðinni þangað

Hinar mörgu gildrur sem bíða ferðamanna í Dúbaí og á leiðinni þangað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn furða sig á lögreglunámi við HA: Saga mannsandans og fleiri áfangar vekja spurningar

Lögreglumenn furða sig á lögreglunámi við HA: Saga mannsandans og fleiri áfangar vekja spurningar