fbpx
Fimmtudagur 17.janúar 2019
Fréttir

Þessi bar í bragganum kostaði tvær og hálfa milljón – Sjáðu alla reikningana og myndirnar

Ari Brynjólfsson og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Þriðjudaginn 16. október 2018 17:00

DV/Hanna

Barinn á veitingastaðum Bragginn Bistro kostaði Reykjavíkurborg rúma tvær og hálfa milljón króna. Þetta kemur fram í reikningum sem DV hefur undir höndum.

Barinn var smíðaður af fyrirtækinu SérSmíði ehf. Samkvæmt reikningunum, sem birtir eru hér fyrir neðan í heild sinni, hófst verkið snemma á þessu ári með 300 þúsund króna innborgun á smíði á bargrind. Tekið skal sérstaklega fram að ekki er um að ræða tæki og tól sem eru á barnum, svo sem kaffivél, bjórdælur og svo framvegis.

Næsti reikningur er frá því í lok febrúar, þá upp á 550 þúsund krónur.

Það kostaði meira en milljón að setja upp barinn og smíði á borðplötu og Ikea einingu.

Síðasti reikningurinn er frá því í júlí.

Alls kostaði barinn Reykjavíkurborg 2.519.840 krónur.

Ljósmyndari DV náði þessum myndum af barnum:

DV/Hanna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm

Rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn börðu hvor annan í Vestmannaeyjum – Nú hafa þeir fengið dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurjón Kjartansson biðst afsökunar – „Ég er þessi handritshöfundur“

Sigurjón Kjartansson biðst afsökunar – „Ég er þessi handritshöfundur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þröstur réð Jón Baldvin þrátt fyrir mótmæli starfsmanna – Var með þátt á Rás 1 eftir áramót

Þröstur réð Jón Baldvin þrátt fyrir mótmæli starfsmanna – Var með þátt á Rás 1 eftir áramót
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einar ósáttur: „Því er bætt við að ég væri „maður að meiri“ ef ég segði frá því“

Einar ósáttur: „Því er bætt við að ég væri „maður að meiri“ ef ég segði frá því“