fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Sigursteinn: Háttsettir menn í þjóðfélaginu keyptu Kristínu sem barn og misnotuðu hana

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. október 2018 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er reiður enn þann dag í dag að tækifærin til hamingju hafi verið tekin af henni af mönnum sem notfærðu sér hana til stundargamans. Sem að níddust á henni, jafnvel menn sem eru í góðum stöðum í dag, háttsettir í þjóðfélaginu. Þeir keyptu hana á þeim grundvelli að hún var eins og barn. Og þeir keyptu hana sem barn.“

Sjá einnig: Þóra Björg var of dópuð til að geta horft á alla myndina

Þetta sagði Sigursteinn Másson fyrrverandi fréttamaður en hann var viðmælandi í kvikmyndinni Lof mér að lifa sem sýnd var á RÚV í fyrri hluta myndarinnar sem sýnd var í fyrrakvöld. Jóhannes Kr. Kristjánsson er maðurinn á bak við heimildarmyndina sem framleidd er í tengslum við kvikmyndina Lof mér að falla.

Í þættinum tjáði Sigursteinn sig um Kristínu Gerði Guðmundsdóttur. Kvikmyndin Lof mér að falla er að hluta byggð á dagbókum Kristínar. Kristín framdi sjálfsmorð. Kristín var fíkill sem var þvinguð í vændi. Hún hafði verið edrú í sex ár þegar hún gafst upp og tók eigið líf. Afleiðingarnar af hinu hrottalega ofbeldi sem hún varð fyrir höfðu gríðarleg áhrif og hún jafnaði sig aldrei.

Sigursteinn bætir við á öðrum stað:

„Það sem ég er reiðastur yfir varðandi misnotkun á henni, er að þeir menn sem hún leitaði sáluhjálpar hjá og meðferðar, læknir og prestur, þeir misnotuðu sér aðstöðu sína gagnvart henni henni vegna þess hversu einlæg, hlý og aðlaðandi hún var. Meira að segja misnotuðu þeir hana þegar hún kom neyð sinni til þeirra að biðja um hjálp. Ég hefði aldrei trúað því fyrr en ég kynntist Kristínu Gerði hversu langt menn ganga í fýsnum sínum til að svala þeim, algjörlega án nokkurrar umhugsunar um afleiðingarnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu