Fréttir

62 prósent Íslendinga fóru erlendis í sumarfríinu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. október 2018 09:49

Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár sem ferðast til útlanda í sumarfríinu. Nær 62 prósent landsmanna ferðuðust til útlanda í sumar en þegar fyrst var spurt fyrir átta árum hafði aðeins þriðjungur Íslendinga ferðast til útlanda um sumarið.

Þetta kemur fram í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallups þar sem Íslendingar voru spurðir út í ferðalög sín síðastliðið sumar.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins ferðuðust frekar til útlanda í sumar en íbúar lands- byggðarinnar. Fólk sem
hefur lokið framhalds- eða háskólaprófi ferðaðist einnig frekar til útlanda en fólk sem hefur ekki framhaldsmenntun að baki.

Loks er fólk líklegra til að hafa ferðast til útlanda í sumar eftir því sem það hefur hærri fjölskyldutekjur. Sú undan tekning er þó á, að hópurinn með lægstu fjölskyldutekjurnar er einnig nokkuð líklegur til að hafa farið til útlanda, en sú hefur ekki verið raunin í fyrri mælingum.

Marktækur munur á milli hópa

Þá ferðuðust rúmlega 69 prósent Íslendinga innanlands í sumar. Færri landsmenn ferðuðust innanlands síðustu fjögur sumur en sumrin 2010 – 2012. Fólk með háskólapróf er líklegra til að hafa ferðast innanlands í sumar en þeir sem hafa ekki lokið háskólaprófi.

14 nætur að meðaltali

Þeir sem ferðuðust til útlanda í sumar gistu hver samtals 14 nætur að meðaltali á ferðalögum sínum og er það aðeins meira en í fyrra þegar meðal- talið var tæplega 13 nætur. Þeir sem ferðuðust innanlands gistu hver samtals rúmlega 8 nætur að meðaltali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaug varð heyrnarlaus og blind eftir dularfull veikindi – Læknir taldi hana með vöðvabólgu en annað kom í ljós: „Ég hef aldrei upplifað annan eins viðbjóð“

Guðlaug varð heyrnarlaus og blind eftir dularfull veikindi – Læknir taldi hana með vöðvabólgu en annað kom í ljós: „Ég hef aldrei upplifað annan eins viðbjóð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Séra Bjarni spyr hvort konur þurfi að fara í fóstureyðingu: „Þarf þessi bakþanki að taka þennan glataða snúning þarna í lokin?“

Séra Bjarni spyr hvort konur þurfi að fara í fóstureyðingu: „Þarf þessi bakþanki að taka þennan glataða snúning þarna í lokin?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

80 ótímabær dauðsföll hér á landi árlega vegna loftmengunar

80 ótímabær dauðsföll hér á landi árlega vegna loftmengunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hver skrifaði dularfullu tölvupóstana sem Kristín kærði til lögreglu – „Í Guðs bænum hættið þessum sakbendingum“

Hver skrifaði dularfullu tölvupóstana sem Kristín kærði til lögreglu – „Í Guðs bænum hættið þessum sakbendingum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Össur og Linda fá 4 milljónir – Handtekin af sérsveitinni fyrir framan börnin

Össur og Linda fá 4 milljónir – Handtekin af sérsveitinni fyrir framan börnin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aurskriða féll á Akureyri

Aurskriða féll á Akureyri