fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
Fréttir

62 prósent Íslendinga fóru erlendis í sumarfríinu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. október 2018 09:49

Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár sem ferðast til útlanda í sumarfríinu. Nær 62 prósent landsmanna ferðuðust til útlanda í sumar en þegar fyrst var spurt fyrir átta árum hafði aðeins þriðjungur Íslendinga ferðast til útlanda um sumarið.

Þetta kemur fram í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallups þar sem Íslendingar voru spurðir út í ferðalög sín síðastliðið sumar.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins ferðuðust frekar til útlanda í sumar en íbúar lands- byggðarinnar. Fólk sem
hefur lokið framhalds- eða háskólaprófi ferðaðist einnig frekar til útlanda en fólk sem hefur ekki framhaldsmenntun að baki.

Loks er fólk líklegra til að hafa ferðast til útlanda í sumar eftir því sem það hefur hærri fjölskyldutekjur. Sú undan tekning er þó á, að hópurinn með lægstu fjölskyldutekjurnar er einnig nokkuð líklegur til að hafa farið til útlanda, en sú hefur ekki verið raunin í fyrri mælingum.

Marktækur munur á milli hópa

Þá ferðuðust rúmlega 69 prósent Íslendinga innanlands í sumar. Færri landsmenn ferðuðust innanlands síðustu fjögur sumur en sumrin 2010 – 2012. Fólk með háskólapróf er líklegra til að hafa ferðast innanlands í sumar en þeir sem hafa ekki lokið háskólaprófi.

14 nætur að meðaltali

Þeir sem ferðuðust til útlanda í sumar gistu hver samtals 14 nætur að meðaltali á ferðalögum sínum og er það aðeins meira en í fyrra þegar meðal- talið var tæplega 13 nætur. Þeir sem ferðuðust innanlands gistu hver samtals rúmlega 8 nætur að meðaltali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirlögregluþjónn dæmdur fyrir kaup á vændi – Stuttu seinna dæmdur fyrir líkamsárás

Yfirlögregluþjónn dæmdur fyrir kaup á vændi – Stuttu seinna dæmdur fyrir líkamsárás
Fréttir
Fyrir 3 dögum

10 ára áskorunin: Saklaus samfélagsmiðlaleikur eða útsmogið trikk?

10 ára áskorunin: Saklaus samfélagsmiðlaleikur eða útsmogið trikk?