fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Guðlaugur segir njósnað um sig: „Þá fékk ég bara símtal frá Birgi Ottóssyni sem segist hafa verið að kíkja á gluggana heima hjá mér“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. október 2018 09:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Pálmason, leigjandi hjá Félagsbústöðum, lýsir því hvernig starfsmenn félagsins njósna um leigjendur. Hann segir að einkalíf leigjenda sé ekki virt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umfjöllun Fréttablaðsins um tíðar kvartanir leigjenda.

„Þegar þetta byrjaði hjá mér sat ég reyndar við dánarbeð pabba og þá fékk ég bara símtal frá Birgi Ottóssyni sem segist hafa verið að kíkja á gluggana heima hjá mér og ég þyrfti bara að koma og hitta hann heima,“ segir Guðlaugur en Birgir er forstöðumaður Þjónustu- og samskiptasviðs Félagsbústaða.

Guðlaugur fullyrðir að Birgir hafi einnig falsað pappíra og mætt á heimili hans með útburðartilkynningu. Guðlaugur segir að Birgir hafi ætlast til að hann undirritaði hana og að vottar hafi verið búnir að undirrita skjalið.

Sjá einnig: Guðlaugur Stefán verður borinn út af heimili sínu á næstunni

Guðlaugur ræddi við DV í fyrra og þá lýsti hann samskiptum sínum við Birgi. „Ég var að reyna að dytta að húsinu til þess að fá syni mína aftur til mín. Birgir æddi þá inn á heimili mitt og vildi að ég skrifaði undir bréf þar sem fram kom að leigusamningnum hefði verið rift. Undir skjalið höfðu tveir vottar þegar skrifað án þess að þeir væru sjáanlegir. Ég spurði hann hvort hann áttaði sig á því hvað hann væri að gera og hann kvaðst meðvitaður um það,“ sagði Guðlaugur.

Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Félagsbústaða, segist hafa orðið var við að samskipti við leigutaka sé sérstakt úrlausnarefni. Hann segir að lögð verði drög að því að framkvæma þjónustukönnun til að kanna hversu útbreidd óánægjan er meðal leigjenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí
Fréttir
Í gær

Saklaus háskólanemi trendaði á Twitter sem hnífstungumorðinginn í Ástralíu

Saklaus háskólanemi trendaði á Twitter sem hnífstungumorðinginn í Ástralíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðingur tjáir sig um mál Jóns Sverris – „Við verðum að fylgjast með börnunum okkar og hverja þau umgangast“

Afbrotafræðingur tjáir sig um mál Jóns Sverris – „Við verðum að fylgjast með börnunum okkar og hverja þau umgangast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Átján milljón króna hringur til sölu í Costco

Átján milljón króna hringur til sölu í Costco