fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ugla segir samtökin boða að það sé betra að börn hugsanlega deyi en séu trans

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. október 2018 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og transaktívisti, gagnrýnir harðlega samtökin Heilsufrelsi, íslensk samtök sem berjast gegn bólusetningu barna. Samtökin deildu um helgina stöðufærslu á Facebook þar sem bólusetning var sögð auka „áhættu á kynáttunarvanda“. Færslunni hefur nú verið eytt en margir hafa gagnrýnt samtökin fyrir fordóma á samfélagsmiðlum.

Ugla segir í samtali við DV að samtökin séu nota ótta og fordóma gagnvart transfólki til að vekja athygli á sínum málstað. „Andstæðingar bólusetninga hika ekki við að nýta sér fáfræði, ótta og fordóma gagnvart trans fólki til að vekja athygli á sínum málstað, sem er ekkert nema stórfurðulegt og mjög hættulegt. Þau virðast dirfast einskis í að ala á fjandsemi í garð viðkvæms hóps og láta líta út fyrir að vera trans snúist um andleg veikindi og óvissu—þvert á móti er trans fólk fullvisst um hver þau eru og eini vandinn er samfélagið sem er oft á tíðum ekki tilbúið að leyfa trans fólki að vera það sjálft og samtök sem þessi sem nýta sér vafasama hugmyndafræði og gervísindi,“ segir Ugla.

Ugla segir að undirliggjandi skilaboðin séu að það sé betra að börn deyi en að þau séu trans. „Ef við leyfum þessu að njóta vafans og segjum sem svo að það gæti verið að fólk geti orðið trans vegna bólefna, þá virðist það vera sem þau séu tilbúin að leggja börnin sín í lífshættu, og öll önnur börn, til þess að koma í veg fyrir að þau séu trans? Skilaboðin sem er hér verið að senda er að það sé betra að barnið þitt muni hugsanlega deyja úr lífshættulegum sjúkdómi frekar en það verði trans. Þetta kemur svo sem ekkert á óvart, þar sem þessi hreyfing hefur ítrekað nýtt sér sömu aðferðir gagnvart fólki með einhverfu,“ segir Ugla.

Hún bendir á þetta sé auk þess óvísindalegur boðskapur. „Það er afskaplega afhjúpandi, bæði fyrir andstæðinga bólusetninga og fólk sem transfóbískt að þetta sé sett fram á þennan hátt. Í rauninni endurspeglar þetta hversu mikil þessi hugmyndafræði beggja hópa er á miklum villigötum. Ef að helstu samherjar transfóbíu eru andstæðingar bólusetninga, getum við þá ekki öll verið sammála um það að hvorug hugmyndafræði er byggð á rökum eða vísindalegum staðreyndum? Er það virkilega félagsskapur sem fólk vill vera hluti af? Mér finnst nánast óþarfi að taka fram að það eru engin vísindaleg rök sem eru hér á bakvið, og er það bara satt að segja vandræðalegt fyrir þessa hreyfingu að halda þessu fram og gerir lítið fyrir þeirra trúverðugleika, sem var nú ekki mikill fyrir,“ segir Ugla.

Stöðufærsla Heilsufrelsis

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Í gær

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“