fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Fréttir

Dóttir Sifjar var vistuð í fangaklefa í geðrofi: „Erfiðasta sem ég hef upplifað að horfa upp á litlu stelpuna mína í þessum aðstæðum“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. október 2018 11:34

Á dögunum var greint frá því að 17 ára stúlka í geðrofi hafi verið vísað frá Sjúkrahúsinu á Akureyri og vistuð í fangaklefa næturlangt. Ástæðan var sögð að stúlkan væri of veik til að leggjast inn á geðdeild sjúkrahússins. Stúlkan sem um ræðir er dóttir Sifjar Sigurðardóttur en hún segir á Facebook-síðu sinni að hún sé komin með nóg af baráttu við kerfið. Dóttir hennar glímir bæði við fíkn og geðsjúkdóma svo sem kvíða, þunglyndi og geðhvörf.

„Ég hef ákveðið að þetta sé ekki lengur neitt leyndarmál fjölskyldunnar. Ég er komin með nóg af baráttunni við kerfið, komin með nóg af úrræðaleysi í kerfinu og að komið sé fram við dóttir mína sem annars flokks þjóðfélagsþegn. Hún berst við sjúkdóm sem heitir fíkn og hefur gert það síðastliðin þrjú ár, auk þess sem hún er greind með kvíða, þunglyndi og geðhvörf. Ekkert barn á að þurfa að gista í fangaklefa vegna úrræðaleysis og fordóma samfélagsins,“ segir Sif.

Sif segir að ekki sé hægt að kenna lögreglunni á Akureyri um hvernig fór. „Ég þakka lögreglunni á Akureyri fyrir að vera alltaf til staðar þegar við höfum þurft á þeim að halda og á hún skilið þakkir fyrir að vinna vinnuna sína vel, með nærgætni og gera sitt allra besta í mjög erfiðum aðstæðum. Þetta er það allra erfiðasta sem ég hef upplifað að horfa upp á litlu stelpuna mína í þessum aðstæðum, en hún er að fá aðstoð fagaðila og er á öruggum stað núna,“ segir Sif.

Sif segir að dóttir sín eigi rétt á sömu aðstoð og öll önnur börn. „Við tökum einn dag í einu og ég mun aldrei, aldrei gefast upp, sama hversu hart ég þarf að berja frá mér, standa upp fyrir henni, rífast við kerfið og öskra á hjálp fyrir dóttir mína. Hún á sama rétt á aðstoð og öll önnur börn, vildi bara óska þess að kerfið skildi það líka. Nógu erfitt er að horfa upp á barnið sitt glíma við þennan sjúkdóm og að þurfa endalaust að berjast fyrir því að hún fái viðeigandi aðstoð og hjálp. Vildi óska þess að stjórnvöld myndu gera eitthvað í þessum málum núna. Ég mun ekki leyfa að dóttir mín verði einstaklingur númer 34 sem deyr úr fíkn eða úrræðaleysi samfélagsins á þessu ári,“ segir Sif.

Hún segir í samtali við DV að dóttir hennar sé nú komin í viðeigandi úrræði og þakkar hún Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra fyrir skjót viðbrögð. „Ég vil líka koma því að, að Ásmundur beitti sér fyrir því að dóttir mín komst strax að inn í viðeigandi úrræði, þar sem hún er núna í öruggum höndum. Það sem mér finnst skipta mestu máli er að sjálfsögðu að í kjölfarið á þessu atviki og baráttu Olnbogabarna þá sé loksins að koma úrræði sem kemur í veg fyrir að svona komi fyrir aftur,“ segir Sif og bætir við að sem betur fer sé það í vinnslu að laga þessi mál og tryggja að börn séu ekki oftar vistuð í fangaklefa, líkt og mbl.is hefur greint frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Þrír handteknir í Hafnarfirði eftir líkamsárás

Þrír handteknir í Hafnarfirði eftir líkamsárás
Fréttir
Í gær

Asískt þjófagengi rænir skrautfiskum og kórölum – Kjartan: „Ætli verðmæti þeirra hafi ekki verið um 100 þúsund krónur“

Asískt þjófagengi rænir skrautfiskum og kórölum – Kjartan: „Ætli verðmæti þeirra hafi ekki verið um 100 þúsund krónur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er ömurlegt að horfa upp á mömmu sína hverfa og vita ekkert hvert maður á að leita“

„Það er ömurlegt að horfa upp á mömmu sína hverfa og vita ekkert hvert maður á að leita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttar geðlæknir styður Öldu Karen: Þetta gerir hún betur en heilbrigðiskerfið

Óttar geðlæknir styður Öldu Karen: Þetta gerir hún betur en heilbrigðiskerfið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zakarías Herman handtekinn

Zakarías Herman handtekinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Anna Clara lenti í árekstri í hádeginu og innbroti um kvöldið: „Fyrst manni er ætlað að lenda í svona áföllum, er þá ekki betra að klára þau bara á einum degi?“

Anna Clara lenti í árekstri í hádeginu og innbroti um kvöldið: „Fyrst manni er ætlað að lenda í svona áföllum, er þá ekki betra að klára þau bara á einum degi?“