fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Þórður svarar Ásmundi: „Móðgun við þá sem raunverulega verða fyrir einelti“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 12. október 2018 12:59

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, svarar Ásmundi Friðrikssyni, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um einelti í garð hans í pistli sem birtist á vef Kjarnans í morgun. Ásmundur sakaði Kjarnann, Stundina og RÚV um einelti í kjölfar umfjöllunar um ummæli hans á Alþingi í vikunni þegar hann sagði SS-sveit, sveit sér­fræð­inga að sunn­an, alltaf koma í veg fyrir að eitt­hvað ger­ist á Vest­fjörð­u­m. Sendi hann einnig Pírötum tóninn í tengslum við sömu ummæli og sagði umfjöllunina vera runna undan rifjum þeirra. Ásmundur sagði á Alþingi og í viðtali á Bylgjunni að hann hefði mis­mælt sig og upplifði að Kjarninn og RÚV legðu sig í einelti.

Sjá einnig: Ásmundur þurfti að leita sér hjálpar vegna Stundarinnar

Þórður hafnar því alfarið að Ásmundur sé lagður í einelti og bendir á skilgreiningu eineltis sem ofbeldis sem  einn eða fleiri ráð­ast að einum og beita hann ofbeldi yfir lengri tíma. Þórður segir að ummæli Ásmundar hafi verið fréttnæm fyrir tvennar sakir:

„Í fyrsta lagi vegna þess að Ásmundur ásak­aði óskil­greindan hóp um að standa í vegi fyrir fram­förum á ákveðnum lands­hluta. Í öðru lagi vegna þess að þau voru klaufa­leg og bjuggu til vafasöm hug­renn­inga­tengsl, vegna þess að SS-sveitir eru sögu­legar dráps­sveitir nas­ista.“

Bendir Þórður á að það hafi verið tekið sérstaklega fram að Ásmundur hafi ekki átt við SS-sveitir nasista. „En Ásmundur skautar yfir þetta í eigin fórn­ar­lamba­væð­ingu. Það að fjöl­mið­ill segi frétt af mál­flutn­ingi þing­manns í pontu Alþingis er bara ein­elti að hans mati. Það er ekki honum að kenna hvað hann seg­ir, heldur þeim sem segja frá því.“

Varðandi fyrri fréttir af honum segir Þórður að málflutningur Ásmundar bendi til þess að hann hafi ekki skilning á tilgangi fjölmiðla, vísar Þórður þá sérstaklega í fjölmiðlaumfjöllun um akstursgreiðslur þingmanna.

„Þessir menn eru ekki fórn­ar­lömb og það er móðgun við þá sem raun­veru­lega verða fyrir ein­elti að kalla umfjöllun fjöl­miðla um orð og gjörðir stjórn­mála­manns slíkt.

Við Ásmund Frið­riks­son er ein­ungis þetta að segja: þeir sem bjóða sig fram til að gegna opin­berum störfum verða að þola umræðu og umfjöllun um störf þeirra. Það er ekki ein­elti heldur aðhald.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“