fbpx
Mánudagur 10.desember 2018

DV - Frjáls og óháður miðill

Kaffistofan

PR-vandi

Fréttir

Slæmar fréttir fyrir heimilin – Hærri verðbólga og vöruverð og minni kaupmáttur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. október 2018 06:41

Gengi krónunnar hefur lækkað að undanförnu og kostar evran nú 134 krónur, dollari 116 krónur og dönsk króna 18 krónur. Þetta er jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en slæmt fyrir heimilin í landinu því þetta getur leitt til aukinnar verðbólgu og minni kaupmáttar.

Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir Gústafi Steingrímssyni, hagfræðingi hjá Landsbankanum, að enn sé vöru- og þjónustujöfnuður landsins jákvæður þrátt fyrir að hann hafi dregist töluvert saman. Ekkert bakslag hafi orðið í gjaldeyrisöflun sem getur skýrt veikingu krónunnar en markaðurinn sé grunnur og lítið þurfi til að hreyfa við honum. Veltan sé lítil og því geti litlar upphæðir hreyft gengið í báðar áttir.

Gústaf sagði að hugsanlega séu aðilar sem fá reglulega gjaldeyri, til dæmis útflytjendur, að bíða með að skipta honum í von um að gengið verði hagstæðara. Þetta geti leitt til veikingar krónunnar.

Ólafur Torfason, stjórnarformaður Íslandshótela, sagðist fagna veikingu krónunnar enda hafi ferðaþjónustan skaðast af styrkingu hennar. Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, sagði að sterk staða krónunnar hafi haft neikvæð áhrif á eftirspurn í ferðaþjónustunni, það sé umtalað hversu dýrt landið sé. Nú sé landið orðið ódýrara fyrir erlenda ferðamenn en það taki nokkra mánuði fyrir eftirspurnina að laga sig að breyttu gengi.

Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, sagði að samfara veikingu krónunnar hækki verð á innfluttum vörum og því sé hætta á að verðbólga aukist og kaupmáttur minnki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mynd dagsins: Hver er sjöundi meðlimurinn á Klausturs mynd Þrándar ?

Mynd dagsins: Hver er sjöundi meðlimurinn á Klausturs mynd Þrándar ?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir minnast Hreins sem lést í Taílandi: „Ein magnaðasta persóna sem ég hef kynnst“

Margir minnast Hreins sem lést í Taílandi: „Ein magnaðasta persóna sem ég hef kynnst“