fbpx
Fréttir

Austur opnar aftur í kvöld: Segir að búið sé að leysa ágreininginn

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 12. október 2018 10:04

„Við hjá skemmtistaðnum Austur í Austurstræti viljum koma því áleiðis að búið sé að leysa þann ágreining, er snýr að rekstraraðilum Austurs, sem var áberandi fyrir opnum tjöldum hér fyrir nokkru síðan. Breytingar hafa átt sér stað er varðar starfsfólk og rekstraraðila og einnig inni á staðnum sjálfum. Eftir að staðnum var lokað fyrir örfáum vikum síðan er það okkur því mikil gleði að tilkynna að staðurinn verður opnaður núna um helgina þann 12. október.“ Þetta kemur fram í bréfi frá skemmtistaðnum, segir í bréfinu að tilkynningin sé í nafni starfsmanna Austur.

DV greindi frá því í september að staðnum hefði verið lokað í kjölfar deilna í eigendahópnum og brottreksturs framkvæmdastjórans. Sagði Kamran Keivanlou, sonur annars eigandans, við DV að leyfið hafi verið á nafni framkvæmdastjórans, Víkings Heiðars Arnórssonar, og því hafi verið skilað inn.

Sjá einnig: Harðvítugar deilur – „Við erum búin að skila leyfinu og loka staðnum“

Sjá einnig: „Austur verður ekki opnaður aftur fyrr en að loknum fundi með eiganda, þar sem ég mun hafa hagsmuni starfsfólksins í fyrirrúmi“

Víkingur Heiðar sagði í kjölfar fréttaflutningsins að falskar ásakanir á hendur sér, svikin loforð og mistúlkun á upplýsingum til eiganda staðarins sem tali hvorki íslensku né ensku, hafi orðið til þess að honum hafi verið vikið úr starfi. „Ég tók niður rekstrarleyfi staðarins,  þar sem ég er einn ábyrgðarmaður fyrir því. Þegar ég er búinn að missa trúverðugleika á eigendum og stjórnendum, get ég ekki treyst að reksturinn fari fram með viðeigandi hætti og neyddist ég því til að taka það niður. Austur verður ekki opnaður aftur fyrr en ég og eigandi staðarins höfum sest niður á fundi og samið um áframhaldandi rekstur Austur, þar sem ég mun hafa hagsmuni starfsfólksins í fyrirrúmi.“

Samkvæmt bréfinu í dag hefur sá fundur farið fram og staðurinn því opnaður í kvöld. Ekki kemur fram hver er framkvæmdastjóri.

Uppfært 13:20:

Samkvæmt Kamran Keivanlou er aðeins um tímabundna opnun að ræða, enginn fundur hefur verið haldinn og ósættið sé enn til staðar. Kannast hann ekki við yfirlýsinguna frá Austur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gul viðvörun á Austurlandi í allan dag

Gul viðvörun á Austurlandi í allan dag
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Stúlkurnar fundnar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hefur þú séð þessar stúlkur? Allir sem hafa séð þær eru beðnir að hringja í 112

Hefur þú séð þessar stúlkur? Allir sem hafa séð þær eru beðnir að hringja í 112
Fréttir
Í gær

Tara Margrét: „Jón Steinar hefur trekk í trekk opinberað sig sem varðhund feðraveldisins“

Tara Margrét: „Jón Steinar hefur trekk í trekk opinberað sig sem varðhund feðraveldisins“
Fréttir
Í gær

Sprunga í framrúðu vélar Icelandair á leið frá Orlando: „Þetta var ógnvekjandi – Flugmaðurinn var frábær í alvöru talað“

Sprunga í framrúðu vélar Icelandair á leið frá Orlando: „Þetta var ógnvekjandi – Flugmaðurinn var frábær í alvöru talað“
Fréttir
Í gær

Lögreglubíll ók utan í bíl við Bolöldu eftir eftirför

Lögreglubíll ók utan í bíl við Bolöldu eftir eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tinna er íslensk klámstjarna í London: Hlaut Óskarinn í klámi – Kemur aldrei aftur heim

Tinna er íslensk klámstjarna í London: Hlaut Óskarinn í klámi – Kemur aldrei aftur heim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verktakar í akstursþjónustu fatlaðra mótmæla með því að leggja niður störf – Ótryggðir bílar þrotabús voru í akstri

Verktakar í akstursþjónustu fatlaðra mótmæla með því að leggja niður störf – Ótryggðir bílar þrotabús voru í akstri