fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ari rektor HR – „Orðræða sem hvetur til mismununar eða haturs er ekki liðin innan háskólans“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. október 2018 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vegna fjölmiðlaumfjöllunar um starfslok lektors við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík skal ítrekað að stjórnendur háskólans tjá sig ekki um málefni eða starfslok einstakra starfsmanna.“

Þannig byrjar yfirlýsing frá Ara Kristni Jónssyni rektors Háskólans í Reykjavík vegna þeirrar ákvörðunar að reka Kristinn Sigurjónsson, lektor við tækni-og verkfræðideild. Þann 3. október fjallaði DV um mál Kristins sem kenndi kúrsa síðastliðinn vetur í raforkukerfum og kraftrafeindatækni. Á lokuðum Facebook hóp sem nefnist karlmennskan lét hann falla ummæli um kynin á vinnustöðum. Ummælin ullu miklum úlfaþyt innan háskólans og þjóðfélaginu öllu og var Kristinn látinn taka pokann sinn.

Ari hefur nú eins og áður segir sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar segir:

„Eðlilegt er þó að taka fram að orðræða sem hvetur til mismununar eða haturs á grundvelli kyns, kynhneigðar, fötlunar eða kynþáttar er ekki liðin innan háskólans, enda þurfa allir sem nema og starfa innan veggja háskólans að geta treyst því að komið sé fram við þá af virðingu og að verk þeirra séu ætíð metin af sanngirni.

Ennfremur skal ítrekað að rektor, deildarforsetar og aðrir stjórnendur HR taka ákvarðanir og bera ábyrgð á ráðningum og starfslokum starfsmanna háskólans.

Slíkar ákvarðanir byggja á faglegu mati á hagsmunum háskólans, nemenda og starfsmanna, þar sem horft er á heildarmynd, en ekki einstök atvik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Í gær

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar
Fréttir
Í gær

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“