fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Fréttir

Vigdís vill ekki daður á vinnustöðum: „Það á að nota kvöldin til þess”

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 11. október 2018 09:12

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir að umræðan í tengslum við #MeToo sé að færast út í öfgar og að margir upplifi að þeir megi ekkert. Í viðtali í Viðskiptablaðinu í dag segir Vigdís að hún geti ekki hugsað sér að daður hverfi úr íslensku samfélagi en það eigi ekki heima á vinnustöðum, til þess séu kvöldin.

„Ég myndi vilja sjá meiri varkárni í þessari MeToo umræðu, en við Íslendingar erum svolítið í ökkla eða eyra með allt saman og öfganna á milli,“ segir Vigdís. Hún tekur skýrt fram að hún sé á móti öllu ofbeldi, hvort sem það er kynferðisofbeldi, andlegt ofbeldi, líkamlegt eða áreitni af hverju tagi, en umræðan sé að færast út í öfgar: „Ég get nefnilega ekki á nokkurn hátt hugsað mér að daður og skemmtilegheit hverfi alveg úr íslensku samfélagi, því það er nú einu sinni þannig að fólk vill kynnast. En mér finnst þessi umræða vera að færast svo mikið út í öfgar, svo línan þarna á milli er að verða óskýr og margir upplifa að ekkert megi. Auðvitað á daður ekki að eiga sér stað á vinnustað, það á að nota kvöldin til þess.“

Dregur hún í efa að ferlar innan kerfisins og jafnréttisstefnur stofnana og fyrirtækja virki sem skyldi: „Þetta er nefnilega komið á þann stað núna að hægt er að svifta karlmenn mannorðinu jafnhratt og að smella fingri, einungis með því að setja út á netið einhverjar ásakanir og þá á maðurinn erfitt með að verjast, það er í raun ekki nokkur leið fyrir hann. Ég vona og trúi að þessi umræða eigi eftir að ná jafnvægi og ég vildi óska að allar umkvartanir gætu farið lögformlega leið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Myndband: Bátur varð vélarvana í dag og rak stjórnlaust

Myndband: Bátur varð vélarvana í dag og rak stjórnlaust
Fréttir
Í gær

Sædís og Samúel sátu fyrir níðingi dóttur sinnar

Sædís og Samúel sátu fyrir níðingi dóttur sinnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Slagsmál brutust út á leik ÍR og Stjörnunnar: Stuðningsmenn létu hnefahögg dynja hver á öðrum

Slagsmál brutust út á leik ÍR og Stjörnunnar: Stuðningsmenn létu hnefahögg dynja hver á öðrum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hannes fékk dularfullt símtal: Sagðist búa í Reykjavík – Þessu verður þú að gæta þín á!

Hannes fékk dularfullt símtal: Sagðist búa í Reykjavík – Þessu verður þú að gæta þín á!