fbpx
Mánudagur 10.desember 2018

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Krafa um afsögn

Fréttir

Vigdís vill ekki daður á vinnustöðum: „Það á að nota kvöldin til þess”

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 11. október 2018 09:12

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir að umræðan í tengslum við #MeToo sé að færast út í öfgar og að margir upplifi að þeir megi ekkert. Í viðtali í Viðskiptablaðinu í dag segir Vigdís að hún geti ekki hugsað sér að daður hverfi úr íslensku samfélagi en það eigi ekki heima á vinnustöðum, til þess séu kvöldin.

„Ég myndi vilja sjá meiri varkárni í þessari MeToo umræðu, en við Íslendingar erum svolítið í ökkla eða eyra með allt saman og öfganna á milli,“ segir Vigdís. Hún tekur skýrt fram að hún sé á móti öllu ofbeldi, hvort sem það er kynferðisofbeldi, andlegt ofbeldi, líkamlegt eða áreitni af hverju tagi, en umræðan sé að færast út í öfgar: „Ég get nefnilega ekki á nokkurn hátt hugsað mér að daður og skemmtilegheit hverfi alveg úr íslensku samfélagi, því það er nú einu sinni þannig að fólk vill kynnast. En mér finnst þessi umræða vera að færast svo mikið út í öfgar, svo línan þarna á milli er að verða óskýr og margir upplifa að ekkert megi. Auðvitað á daður ekki að eiga sér stað á vinnustað, það á að nota kvöldin til þess.“

Dregur hún í efa að ferlar innan kerfisins og jafnréttisstefnur stofnana og fyrirtækja virki sem skyldi: „Þetta er nefnilega komið á þann stað núna að hægt er að svifta karlmenn mannorðinu jafnhratt og að smella fingri, einungis með því að setja út á netið einhverjar ásakanir og þá á maðurinn erfitt með að verjast, það er í raun ekki nokkur leið fyrir hann. Ég vona og trúi að þessi umræða eigi eftir að ná jafnvægi og ég vildi óska að allar umkvartanir gætu farið lögformlega leið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Heróín var hóstasaft
Fréttir
Í gær

Engin samræming í fatamálum lögreglunnar

Engin samræming í fatamálum lögreglunnar
Fréttir
Í gær

Brynja í áfalli fyrir utan Hagkaup – „Hjartað mitt er svo kramið að ég get ekki lýst því“

Brynja í áfalli fyrir utan Hagkaup – „Hjartað mitt er svo kramið að ég get ekki lýst því“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnlaus og sturlaður á Hótel Hraunsnefi – Réðst á sambýliskonu sína – „Ég ætla að drepa þig helvítis tussan þín“

Stjórnlaus og sturlaður á Hótel Hraunsnefi – Réðst á sambýliskonu sína – „Ég ætla að drepa þig helvítis tussan þín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um salmonellu í kjúklingi frá Matfugl

Grunur um salmonellu í kjúklingi frá Matfugl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kim Kardashian frelsar fanga: „Fyrirgefðu, Ég hélt þú vissir!“

Kim Kardashian frelsar fanga: „Fyrirgefðu, Ég hélt þú vissir!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir Sigmundar ósáttur – Líkir Önnu við veika hænu: „Þetta var mjög óviðeigandi tölvupóstur“

Faðir Sigmundar ósáttur – Líkir Önnu við veika hænu: „Þetta var mjög óviðeigandi tölvupóstur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bára gefur lítið fyrir skýringar Sigmundar Davíðs á selahljóðinu á Klaustri – „Hljóðið var framkallað innanhúss“

Bára gefur lítið fyrir skýringar Sigmundar Davíðs á selahljóðinu á Klaustri – „Hljóðið var framkallað innanhúss“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bára – „Ótrúlegt að þau skyldu ná að pakka öllu þessu hatri og ógeði inn á aðeins örfáar klukkustundir“

Bára – „Ótrúlegt að þau skyldu ná að pakka öllu þessu hatri og ógeði inn á aðeins örfáar klukkustundir“