fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Fréttir

Þetta eru höfundar Skaupsins í ár

Auður Ösp
Fimmtudaginn 11. október 2018 17:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfundar Áramótaskaupsins eru Ilmur Kristjánsdóttir, Jón Gnarr, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Sveppi og Arnór Pálmi Arnarson sem einnig leikstýrir, annað árið í röð .

Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV.

Arnór Pálmi segist vera hæstánægður með hópinn og handritavinnan gangi vel. „Ilmur, Sveppi, Katla og Jón eru náttúrulega máttarstólpar í gríni á Íslandi en svo er Katrín Halldóra að stíga sín fyrstu skref í að skrifa grín fyrir sjónvarp og passar frábærlega inn í þennan hóp. Það er svo sem af nógu að taka í ár en allt tal um að Skaupið skrifi sig sjálft er ekki rétt. Þetta kostar hellings vinnu, marga kaffibolla, nokkur rifrildi og fullt af Lindu kaffisúkkulaði. Það er nefnilega hefð hjá okkur að kaupa eitt stykki af því eftir hádegismat og deila. Það er líka svo hentugt því það eru einmitt akkúrat sex molar í því.“

„Arnór Pálmi leiddi hópinn sem tók að sér það vandasama verk að skrifa og vinna Skaupið í fyrra og ég held að óhætt sé að fullyrða að útkoman hafi verið eitt best heppnaða Skaup frá upphafi,“

segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri sjónvarps.

„Þannig að þegar hann lýsti yfir áhuga á því að endurtaka leikinn, með nýju og ekki síður áhugaverðu teymi, þá tókum við því fagnandi og slógum til. Teymið sem hann setti saman að þessu sinni er líka alveg einstaklega áhugavert, skemmtilegt fólk úr ólíkum áttum, á ólíkum aldri en á það svo sannarlega sameiginlegt að þykja með eindæmum hugmyndaríkt, fyndið, hnyttið, glaðlynt og fundvíst á hið skondna og skringilega í íslensku samfélagi.“

Tökur hefjast um miðjan nóvember og sér Glassriver um framleiðsluna líkt og í fyrra.

Framleiðendur Skaupsins eru Andri Ómarsson og Arnbjörg Hafliðadóttir ásamt Herði Rúnarssyni, Baldvini Z og Andra Óttarssyni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Drap mann undir áhrifum sljóvgandi lyfja – Ökuníðingur á ofsahraða, undir áhrifum og á ónýtum bíl

Drap mann undir áhrifum sljóvgandi lyfja – Ökuníðingur á ofsahraða, undir áhrifum og á ónýtum bíl
Í gær

Spurning vikunnar: Hvað er uppáhaldslagið þitt í Söngvakeppninni frá upphafi?

Spurning vikunnar: Hvað er uppáhaldslagið þitt í Söngvakeppninni frá upphafi?
Fréttir
Í gær

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dýravinir í stríð við Egilsstaði vegna kattafjöldamorða: „Don´t visit Egilsstaðir“

Dýravinir í stríð við Egilsstaði vegna kattafjöldamorða: „Don´t visit Egilsstaðir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Baldvin kemur femínisma til varnar: „Dæmigert fyrir karlaveldið“

Jón Baldvin kemur femínisma til varnar: „Dæmigert fyrir karlaveldið“