fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Fréttir

Stráin kostuðu 757 þúsund – Niðursetning þeirra kostaði 400 þúsund – Eiga að skapa strandstemmningu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. október 2018 06:47

Hluti af stráunum dýru við braggann.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heildarkostnaður við kaup og niðursetningu á innfluttum dúnmel frá Danmörku við braggann margumrædda í Nauthólsvík er 1.157 þúsund krónur. Stráin kostuðu 757 þúsund krónur en síðan kostaði 400 þúsund að setja þau niður.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og vísar í svör frá Reykjavíkurborg við fyrirspurn blaðsins. Samkvæmt sundurliðuðum kostnaði við braggann, sem borgaryfirvöld hafa birt, fékk fyrirtæki Dagnýjar Bjarnadóttur landslagsarkitekts, Dagný Land Design, 140 þúsund krónur fyrir plöntuval á lóðinni við braggann en 5,3 milljónir í heildina fyrir ýmis verkefni.

Blaðið hefur eftir Dagnýju að stráin, dúnmelur, hafi verið valin til að skapa strandstemmningu. Hún segir að garðyrkjumaðurinn hafi viljað sá fræjum og rækta upp strá en þá hafi komið í ljós að ekki megi kaupa stráin, bara plöntuna.

„Þannig verður það væntanlega dýrara. Ég sá aldrei á neinum tímapunkti verðin. En ég er ekki viss um að þetta sé dýrara en ef þú hefðir bara plantað venjulegum gróðri.“

Hefur Fréttablaðið eftir Dagnýju sem segir að hún telji að í þessu máli sé svolítið verið að gera úlfalda úr mýflugu enda sé mjög algengt að plöntur séu fluttar inn til landsins.

Eins og DV skýrði frá í gærkvöldi þá vex dúnmelur víða hér á landi og er til dæmis í breiðum við Hvaleyrarvatn en tegundin hafi verið hér á landi í 60 til 70 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Drap mann undir áhrifum sljóvgandi lyfja – Ökuníðingur á ofsahraða, undir áhrifum og á ónýtum bíl

Drap mann undir áhrifum sljóvgandi lyfja – Ökuníðingur á ofsahraða, undir áhrifum og á ónýtum bíl
Í gær

Spurning vikunnar: Hvað er uppáhaldslagið þitt í Söngvakeppninni frá upphafi?

Spurning vikunnar: Hvað er uppáhaldslagið þitt í Söngvakeppninni frá upphafi?
Fréttir
Í gær

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“

Sigríður áreitt á veitingastað þar sem hún sat með 14 ára syni sínum: „Framkoma þeirra var viðurstyggileg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dýravinir í stríð við Egilsstaði vegna kattafjöldamorða: „Don´t visit Egilsstaðir“

Dýravinir í stríð við Egilsstaði vegna kattafjöldamorða: „Don´t visit Egilsstaðir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Baldvin kemur femínisma til varnar: „Dæmigert fyrir karlaveldið“

Jón Baldvin kemur femínisma til varnar: „Dæmigert fyrir karlaveldið“