fbpx
Mánudagur 10.desember 2018

DV - Frjáls og óháður miðill

Kaffistofan

PR-vandi

Fréttir

Lára miðill spáir tveimur eldgosum á sama tíma – „Tuttugasta og fimmta, korter yfir ellefu“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. október 2018 17:20

Lára Ólafsdóttir, sjáandi og miðill, spáir því að Katla og Hekla gjósi á sama tíma. Lára var í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun, þar spurði Frosti Logason þáttastjórnandi hana út í hugsanlegt hrun sem hún segir ekki á leiðinni.

„Það er svo langt frá því að ég fann á mér annað hrun, en það er svo margt sem að sækir svo þungt á mig núna,“ segir Lára. Hún finnur hins vegar á sér náttúruhamfarir. Hafa skal í huga að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lára spáir náttúruhamförum. Árið 2009 í samtali við Vikuna spáði hún jarðskjálfta í Grindavík, margir íbúar flúðu bæinn en ekkert varð svo úr skjálftanum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölmiðlar hafa rætt við Láru og hún spáð fyrir um jarðskjálfta. Árið 2009 spáði hún stórskjálfta sem átti að ríða yfir 27. júlí það ár. Taldi hún að skjálftinn, myndi eiga upptök sín á Krýsuvíkursvæðinu og ríða yfir 23:15. Í ítarlegu viðtali við Vikuna lýsti Lára því meðal annars hvernig hún sá fyrir Suðurlandsskjálftann. Hafði hún hringt á Veðurstofuna 10 dögum áður og látið vita að hennar sögn. Fimmtán mínútum áður en sá skjálfti reið yfir rak hún eiginmann sinn og lettneskan vinnumann niður úr byggingu sem þeir unnu að.

Lára sagði í samtali við Vikuna 2009: „Mér hefur verið sýnt að það komi stór skjálfti þarna (á Krýsuvíkursvæðinu), ég stend á þessu svæði og upp í hugann kemur dagsetningin 27. júlí. Einnig finn ég fyrir tímasetningunni 23:15 en þori þó ekki að staðhæfa að það verði rétt. Ég hef ekki fengið sterk skilaboð um tímann en finnst þessi síðasta klukkustund fyrir miðnætti eitthvað sérstök. Ég stend í Krýsuvík og á vinstri hönd sé ég Strandakirkju og hægri hönd Grindavíkursvæðið. Þessi tala hverfur ekki frá mér,“ segir Lára. „Þennan dag mun eitthvað magnað gerast, ég bara veit það. Ég hef tilfinningu fyrir stórum skjálfta og mér finnst að hann verði þarna.“

Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðing var tekinn tali. Sagði hann spennu á svæðinu en ekkert sem benti til þess að stór skjálfti væri yfirvofandi. Viðtalið við Láru vakti mikla athygli. Varð það til þess að margir flúðu Grindavík þennan dag. Vísir greindi frá því að móðir hefði flúið með tvö börn sín. En til að gera langa sögu stutta varð enginn jarðskjálfti þennan dag. Lára er nú í viðtali við Harmageddon. Nú spáir hún tveimur eldgosum sem munu eiga sér stað á sama tíma. Lára sagði í morgun:

„Mig dreymdi alveg ógurlega skrítinn draum fyrir nokkru síðan. Þá var ég að fljúga yfir Suðurland með manni sem ég vissi ekki hver var. Og það var allt í hrauni. Það voru tvö fjöll að gjósa á sama tíma. Hekla og Katla. Ég er búin að dreyma Kötlu- og Heklugos í nokkra mánuði.“

Lára tekur fram að þetta séu aðeins draumar en þeir séu fyrirboðar: „Það verður ekkert komist hjá því að Katla fer að byrja.“

Hún er ekki viss hvenær eldfjöllin fara að gjósa. „Það kemur alltaf þessi tala 27. Ég er búin að tala um þetta síðan 2009. Og það er alltaf sami tími, ég veit ekki af hverju það er.“

Hún getur ekki nefnt árið eða mánuðinn en hún er nokkuð viss með mánaðardaginn og klukkan hvað eldgosin hefjast. „Tuttugasta og fimmta, korter yfir ellefu. Þetta er allt reikningsdæmi.“

Aðspurð hvort allt Suðurland fari undir hraun segir Lára: „Það var allt í hrauni og ég að hlaupa í burtu.“

Hún segir draumana sína yfirleitt rætast:

„Það yfirleitt reynst þannig, að það sem mig hefur dreymt hefur ræst.“

Hér má hlusta á viðtalið í Harmageddon.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Heróín var hóstasaft
Fréttir
Í gær

Engin samræming í fatamálum lögreglunnar

Engin samræming í fatamálum lögreglunnar
Fréttir
Í gær

Brynja í áfalli fyrir utan Hagkaup – „Hjartað mitt er svo kramið að ég get ekki lýst því“

Brynja í áfalli fyrir utan Hagkaup – „Hjartað mitt er svo kramið að ég get ekki lýst því“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnlaus og sturlaður á Hótel Hraunsnefi – Réðst á sambýliskonu sína – „Ég ætla að drepa þig helvítis tussan þín“

Stjórnlaus og sturlaður á Hótel Hraunsnefi – Réðst á sambýliskonu sína – „Ég ætla að drepa þig helvítis tussan þín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um salmonellu í kjúklingi frá Matfugl

Grunur um salmonellu í kjúklingi frá Matfugl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kim Kardashian frelsar fanga: „Fyrirgefðu, Ég hélt þú vissir!“

Kim Kardashian frelsar fanga: „Fyrirgefðu, Ég hélt þú vissir!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir Sigmundar ósáttur – Líkir Önnu við veika hænu: „Þetta var mjög óviðeigandi tölvupóstur“

Faðir Sigmundar ósáttur – Líkir Önnu við veika hænu: „Þetta var mjög óviðeigandi tölvupóstur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bára gefur lítið fyrir skýringar Sigmundar Davíðs á selahljóðinu á Klaustri – „Hljóðið var framkallað innanhúss“

Bára gefur lítið fyrir skýringar Sigmundar Davíðs á selahljóðinu á Klaustri – „Hljóðið var framkallað innanhúss“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bára – „Ótrúlegt að þau skyldu ná að pakka öllu þessu hatri og ógeði inn á aðeins örfáar klukkustundir“

Bára – „Ótrúlegt að þau skyldu ná að pakka öllu þessu hatri og ógeði inn á aðeins örfáar klukkustundir“