fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
Fréttir

Ásmundur finnst ekki: „Reynt er að hafa upp á þingmanninum“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. október 2018 14:50

Svo óvenjulega vildi til á Alþingi fyrr í dag að þingmaður sem átti að fara upp í pontu fannst ekki. Því þurfti fundarstjóri, Jón Þór Ólafsson Pírati, að standa í ríflega mínútu  í pontu meðan kannað var hvort þingmaðurinn kæmi í leitirnar. Það var Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem lét sig hverfa.

Sjá einnig: Ásmundur þurfti að leita sér hjálpar vegna Stundarinnar: „Ég er mjög viðkvæmur fyrir því“

„Reynt er að hafa upp á þingmanninum til að koma í andsvör. Við bíðum átekta […] Ekki virðist unnt að veita þingmanninum, Sigurði Páli, að hann færi andsvör, því Ásmundur hefur yfirgefið svæðið,“ sagði Jón Þór. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, deilir myndbandi af þessu á Twitter og skrifar: „Í dag náði @jonthorolafsson þeim áfanga að týna þingmanni.“

Mikið hefur gengið á hjá Ásmundi undanfarið en DV greindi frá því fyrr í dag að hann teldi að hann væri lagður í einelti af Stundinni, Kjarnanum og RÚV. Hann lét þessi orð falla í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Tilefnið er að Ásmundur sagði í fyrradag að „SS-menn“ að sunnan kæmu í veg fyrir framfarir á Vestfjörðum. Ásmundur sagði:

„Það leggjast bara þyngsli yfir mann og þetta er bara mjög erfitt. Fjölskyldan, eiginkonan og börnin og bræður mínir og nánustu ættingjar taka þetta mjög nærri sér.“

Ásmundur greindi einnig frá því að hann hefði þurft að leita sér aðstoðar vegna umfjöllunar þessara þriggja miðla. Ekki náðist í Ásmundi við vinnslu fyrri fréttar DV og því ekki vitað í hverju aðstoðin er nákvæmlega fólgin, hvort það sé sálfræðingur, prestur eða góður vinur.

Hér fyrir neðan má sjá myndskeiðið þegar leitað er að Ásmundi:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“
Fréttir
Í gær

Með kramið hjarta fyrir utan Krónuna – „Ég viðurkenni að ég fékk sting í hjartað“

Með kramið hjarta fyrir utan Krónuna – „Ég viðurkenni að ég fékk sting í hjartað“
Fréttir
Í gær

Hallgerður gagnrýnir ofnotkun hundaeigenda á ferðabúrum: „Þetta er dapurleg lausn, byggð á algerum misskilningi“

Hallgerður gagnrýnir ofnotkun hundaeigenda á ferðabúrum: „Þetta er dapurleg lausn, byggð á algerum misskilningi“