fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
Fréttir

Hildur fann hlut í gröf sem átti ekki heima þar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. október 2018 14:41

Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands, greinir frá því á Twitter-síðu sinni að hún hafi fundið heldur óvenjulegan hlut í 600 ára gamalli gröf í Grænlandi. Hún segist hafa verið þar í síðasta mánuði og í nær öllum gröfum hafi fundist plast, þrátt fyrir að manngert plast hafi ekki komið á sjónarsviðið fyrr en á síðari hluta 19. aldar.

„Í síðasta mánuði var ég að grafa c.600 ára gamlar grafir á N. Grænlandi. Grafirnar eru grjóthlaðnar kistur sem lokaðar eru með grjóthellum, þannig að það eru glufur inn í kistuna. Við fundum plast í nánast öllum gröfunum, sem hafði augljóslega blásið þar inn,“ segir Hildur.

Hún segir að þetta sé merki um varla megi finna stað í heiminu þar sem ekki finnst plastmengun. „Ég held alls ekki að þetta þýði að ástandið sé eitthvað sérstaklega slæmt á Grænlandi – þetta er bara til marks um það að það er varla hægt að finna þann stað í heiminum þar sem ekki má finna plastmengun,“ segir Hildur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina

Bára fengi peningana sem myndu safnast en Tryggingastofnun tæki vextina
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“

Spádómur Stefáns um dómsmálið gegn Báru: „Ákveðinn hópur fólks verður búinn að gleyma smáatriðum málsins“
Fréttir
Í gær

Með kramið hjarta fyrir utan Krónuna – „Ég viðurkenni að ég fékk sting í hjartað“

Með kramið hjarta fyrir utan Krónuna – „Ég viðurkenni að ég fékk sting í hjartað“
Fréttir
Í gær

Hallgerður gagnrýnir ofnotkun hundaeigenda á ferðabúrum: „Þetta er dapurleg lausn, byggð á algerum misskilningi“

Hallgerður gagnrýnir ofnotkun hundaeigenda á ferðabúrum: „Þetta er dapurleg lausn, byggð á algerum misskilningi“