fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Lily Allen biðst afsökunar á ummælum sínum um fórnarlömb íslamskra barnaníðinga: Sagði að þeim hefði hvort eða er verið nauðgað fyrr eða síðar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 9. janúar 2018 20:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng og leikkonan Lily Allen hefur beðist afsökunar á fordæmdum ummælum sínum á Twitter á föstudaginn þess efnis að fórnarlömb íslamskra barnaníðingagengja í Rochdale og víðar á Bretlandi hefðu líklega hvort eða er verið misnotuð fyrr eða síðar af einhverjum öðrum, ef ekki hefði komið til umræddir innflytjendur. Með ummælunum virtist Lily Allen vera að vísa til þess að stúlkubörn þau er í hlut áttu voru í flestum tilvikum mjög illa stödd félagslega. Ummælin þóttu engu að síður mjög vafasöm.

Fjallað var um málið á dv.is á sunnudagskvöldið. Bakgrunnur umræðunnar eru kerfisbundin kynferðisbrot sem innflytjendur með íslamskan bakgrunn hafa framið gegn stúlkubörnum og unglingsstúlkum í borgum og bæjum á borð við Rotherham, Rochsdale, Birmingham, Luton og víðar á Bretlandi. Skrifaðar hafa verið lærðar skýrslur og bækur um þennan faraldur og gerðar heimildarmyndir. Að sjálfsögðu eru margir aðrir en múslímar sem misnota börn og unglinga kynferðislega á Bretlandi og mikill meirihluti barnaníðinga þar eru hvítir karlmenn. Þessi misnotkunarfaraldur hefur hins vegar á sér ákveðið yfirbragð sem lýsir sér meðal annars í samvinnu innan hópsins og kerfisbundnum aðferðum við að tæla börn sem eru félagslega illa stödd með til dæmis áfengi og fíkniefnum. Ennfremur er því haldið fram að inngróin fyrirlitning á þeim sem eru ekki íslamstrúar sé hluti af orsökinni.

Lily Allen er áberandi talsmaður flóttamanna og innflytjenda og hefur hún af þeim sökum oft lent í orðaskaki við þjóðernissinna og andstæðinga Íslams á Bretlandi. Ummælin um fórnarlömb barnaníðinga spruttu upp úr slíkum deilum.

Hiti var komin í umræður er einn netverji spurði hana harkalega: „Ég vil fá fjandans svar, Lily Allen, hefði þessum börnum verið nauðgað ef við hefðum ekki leyft þessu fólki að koma hingað.“

Svar Lily Allen var:
Reyndar eru miklar líkur á því að þeim hefði verið nauðgað eða þau misnotuð af einhverjum öðrum einhvern tíma. Það er eiginlega kjarni málsins.

Lily Allen hefur nú birt nýja færslu á Twitter þar sem hún biðst afsökunar á þessum ummælum. Þar segir:
Ef það eru einhverir þolendur misnotkunar og þá sérstakleg stúlkur eða konu frá Rochale sem sáu tístið mitt og urðu fyrir neikvæði upplifun af því, á biðst ég að sjálfsögðu afsökunar. Að geta tekið ábyrgð og beðist afsökunar er styrkleiki, ekki veikleiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni