fbpx
Fréttir

Dýr fara illa út úr 47 stiga hita í Sydney

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 9. janúar 2018 10:45

Fuglar og leðurblökur detta niður dauðar úr hita og hundaeigandi hefur verið ákærður fyrir dýraníð fyrir að skilja hund eftir inni í bíl í hitabylgju sem ríður nú yfir Ástralíu. Á meðan samgöngur hér á landi liggja niðri vegna veðurofsa hefur hitinn mælist allt að 47 gráður í Sydney í Ástralíu.

Kona skildi hundinn sinn eftir úti í bíl á meðan hún fór að versla í Sydney á laugardag og þurftu lögreglumenn að brjóta rúðu í bílnum til að bjarga hundinum. Hitinn inni í bílnum var rúmlega 65 gráður. Hundinn sakaði ekki en konan hefur verið ákærð fyrir dýraníð. Greint er frá þessu á vef BBC.

Íbúar í vesturhluta Sydney urðu varir við hundruð dauða leðurblaka sem dáið höfðu úr hita. Það tókst að bjarga rúmlega 120 ungum leðurblökum með því að gefa þeim vatn.

Einnig hefur þurft að bjarga pokadýrum sem brenndust á framloppum eftir að hafa snert brennandi heit húsþök.
Hitinn í Sydney hefur ekki mælst jafn hár síðan 1939.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af