fbpx
Fimmtudagur 24.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið
Fréttir

Tala nær aldrei saman og sofa í sitt hvoru herberginu

Auður Ösp
Mánudaginn 8. janúar 2018 21:30

Hjónabandi Donald Trump Bandaríkjaforseta og eiginkonu hans Melaniu eru gerð skil í nýrri bók blaðamannsins Michael Wolf sem kemur út í dag. Meðal annars kemur þar fram að hjónin lifi engu samlífi og að Bandaríkjaforseti þekki varla níu ára gamelan son sinn. Eins og gefur að skilja er forsetinn sjálfur ekki par sáttur og heldur því fram í Twitter færslu að bókin sé uppfull af lygum.

Bókin ber titilinn Fire and Fury: Inside the Trump White House og byggir á rúmlega 200 viðtölum, meðal annars við fyrrum starfsmenn á vegum Trump.. Meðal annars kemur að Melania kona hans hafi aldrei verið fylgjandi því að hann byði sig fram til forseta Bandaríkjanna og að forsetinn sjálfur hafi aldrei átt von á því að vinna kosningarnar.

Þá kemur fram í bók Wolf að hjónin tali nær aldrei saman og oft líði fleiri dagar án þess að þau eigi nokkur samskipti. Þá sofi þau nær aldrei í sama rúmi heldur eiga sitt hvort svefnherbergið í Hvíta Húsinu.

Mynd: reuters

Einnig kemur fram að allir þeir sem hafa starfað með Trump eigi erfitt með að skilja hvernig samband hans og Melaniu virkar. Þá er því haldið fram að Trump þekki varla níu ára son þeirra hjóna og að einu samskipti þeirra feðga eigi sér þegar fjölskyldan birtist saman á opinberum vettvangi.

Á öðrum stað í bókinni segir Wolf að hluti af rútínu Bandaríkjaforseta á hverju kvöldi sé að læsa sig inni í svefnherbergi aleinn og gúffa í sig ostborgurum á horfir á sjónvarpsþætti á þremur mismunandi sjónvarpstækjum. Því er haldið fram að forsetinn óttist stöðugt að eitrað verði fyrir honum og vilji því eing0ngu borða mat frá McDonalds og öðrum skyndibitastöðum þar sem maturinn er tilbúinn fyrirfram.

Í færslu á Twitter úhúðar Trump bókinni og segir hana fulla af lygum, rangfærslum og heimildum sem ekki eru til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Sjáðu magnað myndband Rúnars af bíræfnum bílaþjóf gómuðum af lögreglu

Sjáðu magnað myndband Rúnars af bíræfnum bílaþjóf gómuðum af lögreglu
Fréttir
Í gær

Sindri ákærður fyrir manndrápstilraun – Stakk Elmar margoft

Sindri ákærður fyrir manndrápstilraun – Stakk Elmar margoft
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú séð þennan bíl? Lögreglan leitar að honum

Hefur þú séð þennan bíl? Lögreglan leitar að honum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mynd dagsins: Keyrði fram hjá Háteigsskóla – „Þetta var einhver að flýta sér“

Mynd dagsins: Keyrði fram hjá Háteigsskóla – „Þetta var einhver að flýta sér“
Fyrir 3 dögum

Réttarkerfið kostaði Stacey lífið

Réttarkerfið kostaði Stacey lífið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumönnum brugðið eftir atvik í morgun: „Lögreglumaður á vettvangi sagði við kollega sinn að þetta myndi ekki enda vel“

Lögreglumönnum brugðið eftir atvik í morgun: „Lögreglumaður á vettvangi sagði við kollega sinn að þetta myndi ekki enda vel“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Asískt þjófagengi rænir skrautfiskum og kórölum – Kjartan: „Ætli verðmæti þeirra hafi ekki verið um 100 þúsund krónur“

Asískt þjófagengi rænir skrautfiskum og kórölum – Kjartan: „Ætli verðmæti þeirra hafi ekki verið um 100 þúsund krónur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég sakna þess ofboðslega mikið að fá ekki að tala við mömmu“

„Ég sakna þess ofboðslega mikið að fá ekki að tala við mömmu“