fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Prófessor segir að kynlífsvélmenni muni leysa af karlmenn

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 8. janúar 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prófessor við Harvard-háskóla segir að kynlífsvélmenni gætu gert karlmenn óþarfa. Cathy O‘Neill, prófessor í stærðfræði við Harvard, segir að konur gætu fengið svo gott kynlíf með vélmennum að þær gætu misst allan áhuga á alvöru körlum.

Hingað til hefur verið talað um að karlar gætu misst áhuga á konum með tilkomu raunverulegra kynlífsvélmenni en O‘Neill segir að dæmið sé öfugt. Í grein á vef Bloomberg segir hún að tilkoma kynlífsvélmenna leiði til breyttra samskipta kynjanna og geti haft áhrif á hvort pör ákveði að búa með hvort öðru eða ekki.

Markaðurinn með kynlífsvélmenni er lítill í dag og skoðanakannanir í Bretlandi benda til þess að karlar séu áhugasamari um slíkar græjur en konu. Í niðurstöðum nýlegrar könnunar YouGov að einn af hverjum fjórum körlum gæti hugsað sér að sænga með vélmenni en aðeins ein af hverjum tíu konum.

Klámiðnaðurinn hefur tekið vélleikurum fagnandi en konur sem leika í klámi hafa sagt að vélmenni séu þegar byrjuð að hafa af þeim vinnu. „Kynlífsvélmenni munu hafa mikil áhrif,“ sagði klámstjarnan Ela Darling í samtali við Daily Star. „Núna er verið að þróa þau en í framtíðinni munu allir eiga kynlífavélmenni.“ Nýverið opnaði fyrsta vændishúsið í Þýskalandi þar sem aðeins er boðið upp á kynlíf með dúkkum, ekki er um að ræða vélmenni í því tilfelli þar sem dúkkurnar geta hvorki hreyft sig né talað. Heldur er ekki boðið upp á karlkyns dúkkur.

O‘Neill segir að þróunin í þessa átt þurfi ekki að vera slæm. „Þetta gæti orðið til afslappaðri og virðingarmeiri samskipta kynjanna. Það er um að gera að prófa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu