fbpx
Fréttir

Öfgar í veðri – Nístingskuldi í Bandaríkjunum og nær óbærilegur hiti í Ástralíu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. janúar 2018 06:27

Óhætt er að segja að miklar öfgar séu í veðurfari í Norður-Ameríku og Ástralíu þessa dagana. Á meðan íbúar víða í Norður-Ameríku skjálfa úr kulda og berjast við mikið snjófargan svitna Ástralir hressilega vegna mikilla hita sem herja nú á landið.

Kaldasti staðurinn í Bandaríkjunum í gær var Mount Washington, sem er 1.916 metra yfir sjávarmáli, en þar mældist frostið 38 gráður og jafn kalt var í Armstrong í Ontario í Kanada. Ef vindkæling er tekin með í reikninginn var frostið 69 gráður og voru þetta því köldustu staðirnar á jörðinni í gær.

Kuldinn hefur haft mikil áhrif á flugsamgöngur og sett þær mikið úr skorðum. Rúmlega 3.000 flugferðum hefur verið aflýst vegna kuldans, bæði innanlandsflugi sem og flugi til og frá Norður-Ameríku. Að minnsta kosti 19 manns hafa látist í kuldakastinu.

Í Ástralíu er staðan allt önnur því þar er hitinn mikill og í gær mældist hitinn 47,3 gráður í Penrith, sem er úthverfi í Sydney. Aldrei fyrr hefur svo mikill hiti mælst í hverfinu. Hitametið í Sydney féll þó ekki en það er 47,8 gráður sem mældust á Richmond station 1939 en sú stöð er ekki lengur notuð við veðurmælingar. Gærdagurinn var sá heitasti í borginni í 79 ár.

Gróðureldar hafa kviknað í námunda við Sydney vegna hinna miklu hita en viðvaranir höfðu verið gefnar út um mikla eldhættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Áslaug Arna minnist móður sinnar: „Sorgin fyrst er auðvitað bara ólýsanleg“

Áslaug Arna minnist móður sinnar: „Sorgin fyrst er auðvitað bara ólýsanleg“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rán segir fyrirtæki valta yfir Íslendinga: „Munu ganga eins langt og þau komast“

Rán segir fyrirtæki valta yfir Íslendinga: „Munu ganga eins langt og þau komast“
Fréttir
Í gær

Kristmundur Axel ákærður: Birti myndbönd af neyslu og fór í meðferð

Kristmundur Axel ákærður: Birti myndbönd af neyslu og fór í meðferð
Fréttir
Í gær

Björn varpar ljósi á eyðslu íslenskra barna í Fortnite – 10 ára piltur eyddi 150 þúsund krónum

Björn varpar ljósi á eyðslu íslenskra barna í Fortnite – 10 ára piltur eyddi 150 þúsund krónum