fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Leoncie segir sig úr FTT: „Fölsk tónskáld og raddlausir vælarar“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 8. janúar 2018 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Leoncie hefur skráð sig úr FTT, félagi tónskálda og textahöfunda. Þetta gerði hún opinbert á Facebook síðu sinni í nótt. DV greindi frá því um helgina að Leoncie hafi krafist þess að fá árgjaldið sitt, átta þúsund krónur, hjá samtökunum endurgreitt vegna lítillar spilunar á tónlist hennar á útvarpsstöðvum.

Leoncie kallar samtökin „rasistaklúbb“ og „fordómafull styrkjasníkjudýr“. „Allir þarna gerðu vinagreiða. Fjölskyldutengsl voru aðal leikurinn. Flestir af þeim voru fölsk tónskáld og raddlausir vælarar sem voru búnir að stela tónlist og breyta textum frá alls staðar í heiminum. Það eina sem skipti máli hjá FTT … voru styrkir, styrkir og fleiri styrkir. Eins og krypplingar sem gátu ekki staðið á eigin fótum án styrkja.“ Hún segir jafn framt að allt „örvæntingarfulla liðið“ haldi til Ameríku á hverju ári til að reyna að meika það. En múti erlendum blaðamönnum til þess.

Ákvörðunin virðist vera tónlistarkonunni mikill léttir. Segir hún: „It´s the happiest day of my life, because I don´t need to waste more money on Losers!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“