fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Konur hafa sig mest í frammi í umræðum gegn bólusetningum – Mikill munur á vefsíðum fylgjenda og andstæðinga bólusetninga

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. janúar 2018 07:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar og heitar umræður fara oft fram á Facebook um kosti og galla bólusetninga gegn hinum ýmsu sjúkdómum. Það er athyglisvert í þessum umræðum að meirihluti þeirra sem leggja orð í belg eru konur. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar en rannsóknin náði til sex Facebooksíða sem er beint gegn bólusetningum. Mörg hundruð þúsund manns hafa „líkað“ við þessar síður og því má ætla að mikill fjöldi fólks sjái hvaða umræður fara fram á þeim.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Fram kemur að síðurnar nái til fólks sem býr vítt og dreift landfræðilega séð en að þeir sem eru allra virkastir í umræðum séu ekki eins dreifðir landfræðilega. Þetta þykir benda til að samfélagsmiðlar gegni lykilhlutverki í að kynda undir boðskap þeirra sem eru á móti bólusetningum og fái fólk til að hunsa fyrirliggjandi sönnunargögn um bólusetningar.

Skýrsluhöfundar segja að það að skilja hvernig þessi andstaða gegn bólusetningum birtist geti gagnast við að berjast gegn henni. Nauðsynlegt sé að ná háu hlutfalli í bólusetningum til að berjast gegn smitsjúkdómum.

Í umfjöllun Sciencealert kemur fram að fyrri rannsóknir hafi sýnt að á vefsíðum, sem eru andsnúnar bólusetningum, séu gagnvirkir möguleikar eins og athugasemdir, spjallþræðir og samfélagsmiðlar miklum meira og betur notaðir en á vefsíðum sem eru fylgjandi bólusetningum. Þær séu yfirleitt frekar eins og bókasöfn með upplýsingum.

„Með öðrum orðum, þegar þú leitar að upplýsingum um heilsufarstengd málefni á netinu nær fólkið sem hefur hæst oft að drekkja fólkinu sem talar af skynsemi.“

Segir á vef Sciencealert.

Í rannsókninni skoðuðu rannsakendur sex Facebooksíður sem snúast um bólusetningar. Uppbygging þeirra var skoðuð, kynjahlutföllin og hvaða efni voru mest til umræðu. Vefsíðurnar sem voru skoðaðar eru: Fans of the AVN, Dr. Tenpenny on Vaccines, Great Mothers (and Others) Questioning Vaccines, No Vaccines Australia, Age of Autism og Rage Against the Vaccines.

Rannsóknin var framkvæmd í desember 2015 en á þeim tíma höfðu 231.491 manns líkað við síðurnar. Rannsakendurnir fóru yfir gögn þrjú ár aftur í tímann og komust að því að flestir þeir sem höfðu „líkað“ við síðurnar höfðu „líkað“ við færslur á þeim einu sinni eða tvisvar. Megnið af því sem fram hafði farið á síðunum var byggt á aðgerðum lítils hóps fólks. Færslur í athugasemdir bentu einnig til að flestir notendur hefðu stoppað stutt við.

Þegar kynjahlutföllin voru skoðuð, byggt á skírnarnöfnum fólks, komust rannsakendur að því að fyrir hvern einn karlmann sem hafði „líkað“ við síðurnar voru þrjár konur. Hvað varðar virka notendur voru konurnar miklu virkari en karlarnir.

Þegar kannað var hvaða umræðuefni voru vinsælust á þessum síðum voru það: Aðgerðastefna, stjórnun, fjölmiðlar og ritskoðun. Einnig voru bólusetningar og þjóðarmorð ofarlega á listanum.

Hvað varðar kynjahlutföllin þá benda þau til að það séu mæður frekar en feður sem velta bólusetningum fyrir sér og leita sér upplýsinga um þær á netinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu