fbpx
Fréttir

Lily Allen segir að börnum sem íslamskir innflytjendur nauðguðu hefði hvort eð er verið nauðgað af einhverjum öðrum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 7. janúar 2018 18:00

Söng- og leikkonan heimsfræga Lily Allen vakti gífurlega athygli og reiði margra fyrir ummæli sem hún lét falla á Twitter á föstudaginn. Í kjölfarið lokaði hún Twitter-reikningi sínum tímabundið. Í deilu sem hún átti í við ónefnda tístara lét hún þau orð falla að börnum sem íslömsk glæpagengi hafa misnotað kynferðislega á Bretlandi um áraraðir hefði líklega hvort eð er verið nauðgað af einhverjum öðrum ef umræddir innflytjendur hefðu ekki verið í landinu.

Forsaga málsins eru kerfisbundin kynferðisbrot sem innflytjendur með íslamskan bakgrunn hafa framið gegn stúlkubörnum og unglingsstúlkum í borgum og bæjum á borð við Rotherham, Rochsdale, Birmingham, Luton og víðar á Bretlandi. Skrifaðar hafa verið lærðar skýrslur og bækur um þennan faraldur og gerðar heimildarmyndir. Að sjálfsögðu eru margir aðrir en múslímar sem misnota börn og unglinga kynferðislega á Bretlandi og mikill meirihluti barnaníðinga þar eru hvítir karlmenn. Þessi misnotkunarfaraldur hefur hins vegar á sér ákveðið yfirbragð sem lýsir sér meðal annars í samvinnu innan hópsins og kerfisbundnum aðferðum við að tæla börn sem eru félagslega illa stödd með til dæmis áfengi og fíkniefnum. Ennfremur er því haldið fram að inngróin fyrirlitning á þeim sem eru ekki íslamstrúar sé hluti af orsökinni.

DV fjallaði um málið í fréttaskýringu síðasta sumar. Þar segir meðal annars:

„Formaður ísömsku samtakanna Ramadhan Foundation á Bretlandi, Mohammed Shafiq, segir að sumir íslamskir karlmenn sem hafa verið viðriðnir misnotkunarmál þar sem brotið er gegn hvítum breskum stúlkum álíti þær vera einskis virði og hægt sé að koma fram við þær eins og manni sýnist.

Shafiq er einn þekktasti álitsgjafi í fjölmiðlum um málefni múslima á Bretlandi. Shafiq segir: „Það er mikilvægt að ræða kjarna málsins – hvers vegna sumt fólk í okkar samfélagi telur að það sé í lagi að misnota og nauðga börnum á þennan viðbjóðslega hátt … hér þarf að grípa inn í með fræðslu.“

Rífst oft við þjóðernissinna á Twitter

Lily Allen er þekkt fyrir stuðning sinn við innflytjendur og flóttamenn en skoðanir hennar valda því að hún á stundum í deilum við þjóðernissinna á Twitter og annað fólk sem er uppsigað við Íslam. Ummælin um fórnarlömb barnaníðinga spruttu upp úr slíkum deilum.

Hiti var komin í umræður er einn netverji spurði hana harkalega: „Ég vil fá fjandans svar, Lily Allen, hefði þessum börnum verið nauðgað ef við hefðum ekki leyft þessu fólki að koma hingað.“

Svar Lily Allen var:

Reyndar eru miklar líkur á því að þeim hefði verið nauðgað eða þau misnotuð af einhverjum öðrum einhvern tíma. Það er eiginlega kjarni málsins.

Ekki er hægt að skoða umræðurnar eða krefja Lily Allen frekari svara því hún hefur lokað Twitter-aðgangi sínum tímabundið og sett upp tilkynningu þess efnis að hún hafi tekið sér frí frá Twitter til að einbeita sér að upptökum í hljóðveri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Áslaug Arna minnist móður sinnar: „Sorgin fyrst er auðvitað bara ólýsanleg“

Áslaug Arna minnist móður sinnar: „Sorgin fyrst er auðvitað bara ólýsanleg“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rán segir fyrirtæki valta yfir Íslendinga: „Munu ganga eins langt og þau komast“

Rán segir fyrirtæki valta yfir Íslendinga: „Munu ganga eins langt og þau komast“
Fréttir
Í gær

Kristmundur Axel ákærður: Birti myndbönd af neyslu og fór í meðferð

Kristmundur Axel ákærður: Birti myndbönd af neyslu og fór í meðferð
Fréttir
Í gær

Björn varpar ljósi á eyðslu íslenskra barna í Fortnite – 10 ára piltur eyddi 150 þúsund krónum

Björn varpar ljósi á eyðslu íslenskra barna í Fortnite – 10 ára piltur eyddi 150 þúsund krónum